Setur leiklistina í annað sæti

Deila

- Auglýsing -

Gwyneth Paltrow hefur meiri áhuga á lífstílsmerki sínu Goop heldur en leiklistinni.

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur tekið sér smá hlé frá leiklistinni til að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins í kringum lífsstílsmerkið Goop. Hún saknar þess ekki að leika jafn mikið og hún gerði áður fyrr.

Þessi greindi hún frá í viðtali við Marie Claire. Þegar blaðamaður spurði hana hvers hún saknaði mest við að hafa leiklistina sem aðalstarf sagði hún: „Ekki neins. Það er mjög skrýtið. Ég hata samt ekki að leika, en ég bara sakna þess ekki.“ Hún bætti við að hún ætti nóg með fyrirtækið í kringum Goop.

Hún er þó ekki alveg hætt að leika en kvaðst í dag leggja mikla áherslu á að vanda valið þegar kemur að hlutverkum sem hún tekur að sér. „Ég tek ekki mörg verkefni að mér núna en þegar ég geri það þá sæki ég í verkefni sem skila einhverjum árangri.“

Þess má geta að samkvæmt IMDb þá er Avengers-kvikmynd sem Paltrow fer með hlutverk í væntanleg á næsta ári. Sömuleiðis fer hún með hlutverk í þáttunum The Politician sem koma út á næsta ári.

- Advertisement -

Athugasemdir