Bridger Walker, sex ára, ákvað að fórna sjálfum sér þegar óður hundur gerði sig líklegan til að ráðast á yngri systur hans fjögurra ára.
Bridger hlaut fjölmörg bitsár í andlit og höfuð, og var hann saumaður 90 sporum. Eftir árásina náði hann að grípa í hönd systur sinnar og hlupu þau í skjól.
Mynd af þeim systkinum, sem tekin er eftir árásina, hefur verið deilt óspart á samfélagsmiðlum og netinu.
A post shared by Nikki Walker (@nicolenoelwalker) on
Frænka þeirra, Nicole Walker, deildi myndum af systkinunum og segir hún að Bridger hafi sagst hafa hugsað: „Ef einhver þarf að deyja af völdum hundsins þá er það ég.“ Walker sagðist deila myndinni þannig að ofurhetjur á borð við hetjurnar í The Avengers kvikmyndinni mættu heyra af frænda hennar.
Bridger hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáð sína, og hafa þekktir leikarar á borð við Chris Evans (Captain America), Mark Ruffalo (Hulk), en báðir léku þeir í The Avengers, og Anne Hathaway (The Devil Wears Prada) og fleiri hyllt hann fyrir hetjudáðina.
- Auglýsing -
Evans sendi Bridger skilaboð, þar sem hann sagði hann raunverulega hetju og lofar að senda honum ekta Captain America skjöld. Bridger horfði á skilaboðin frá átrúnaðargoði sínu, klæddur í búning Captain America.