Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Sex ára drengur segir veðurfréttir og það er æði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn sex ára gamli Carden Corts varð internetstjarna á einni nóttu fyrir stuttu eftir að skólaverkefni sem hann gerði rataði á YouTube.

Verkefnið fólst í því að krakkarnir í bekknum þurftu að búa til myndband þar sem þeir sögðu veðurfréttirnar, og má með sanni segja að Carden hafi leyst það verkefni með stæl.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en við erum viss um að það á eftir að koma ykkur til að hlæja, allavega brosa. Það er líka nokkuð fagmannlega unnið, enda vinnur faðir Carden, Charlie, í hönnunargeiranum og hafði aðgang að grænum skjá (e. green screen).

Í samtali við fréttamiðilinn Tennessean segir Charlie að þeir feðgar hafi strax orðið mjög spenntir þegar þeir sáu hvert verkefnið var.

„Þegar ég heyrði hvað verkefnið var fannst mér eins og ég hefði verið að bíða eftir þessu alla ævi,” segir Charlie og bætir við:

„Nei, í alvöru, mér fannst að við gætum haft gaman að þessu.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -