Þriðjudagur 3. október, 2023
5.8 C
Reykjavik

Sex ungar konur fundist látnar: „Það er ekki mikið um morðmál á þessu svæði“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan í Oregon fylki í Bandaríkjunum er ráðþrota í rannsókn sinni á sex líkum sem fundist hafa síðastliðna þrjá mánuði. Allt eru þetta konur undir fertugu og fundust þær á stórum skógarsvæðum.

Þann 19 febrúar síðastliðinn fannst hin 22 ára Kristin Smith látin. Henni var saknað síðan 22. desember. JoAnna Speaks, 32 ára, fannst látin í byrjun apríl. Lík hennar var inni í hlöðu á yfirgefinni lóð. JoAnna var þriggja barna móðir.

„Það er ekki mikið um morðmál á þessu svæði, sérstaklega ekki af þessu tagi,“ sagði lögreglumaðurinn Chris Skidmore.

Lík Charity Lynn Perry fannst nálægt hraðbraut á sama svæði og hinar konurnar. Hún var 24 ára. 3. apríl fannst kona sem enn á eftir að bera kennsl á en hún er sögð hafa verið á milli 25 og 50 ára, með svart meðalsítt hár. Í byrjun maí fannst síðasta líkið en það var hin 22 ára Ashley Reel. Ekki er staðfest að mál kvennanna séu tengd en líkur eru taldar vera á því að sami aðili beri ábyrgð á andláti þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -