Laugardagur 27. nóvember, 2021
-0.2 C
Reykjavik

Sextán landslagsmyndir prýða ný vegabréf

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ný vegabréf, sem tekin verða í notkun í lok þessa árs, ef allt gengur að óskum, verða prýdd sextán landslagsmyndum af náttúru Íslands. Verða myndirnar notaðar sem daufur bakgrunnur á vegabréfssíðurnar.

Þjóðskrá Íslands auglýsti ekki eftir fyrrnefndum landslagsmyndum heldur var leitað til „sjö þekktra landslagsljósmyndara og þeim boðið að skila inn ákveðnum fjölda mynda hver,“ eins og segir í skriflegu svari frá Þjóðskrá Íslands við spurningum blaðamanns Mannlífs.

Mega ekki birta myndirnar í 18 ár

Alls bárust 150 myndir og voru sextán valdar sem þóttu henta best sem daufur bakgrunnur á vegabréfssíðurnar. Ljósmyndararnir sem eiga myndir í vegabréfunum eru Árni Tryggvason, Einar Guðmann, Gyða Henningsdóttir og Páll Jökull Pétursson. Ekki fékkst gefið upp hve háa greiðslu ljósmyndararnir fengu fyrir hverja mynd. Ljósmyndararnir mega ekki birta eða nota myndirnar sem urðu fyrir valinu næstu átján árin. Er það liður í að minnka líkur á að hægt sé að falsa íslensk vegabréf.

Tilboði pólska fyrirtækisins PWPW tekið

Á síðasta ári fór fram útboð sem Ríkiskaup sá um fyrir Þjóðskrá Íslands, annars vegar á framleiðslu og hönnun á íslenskum vegabréfabókum og hins vegar á framleiðslukerfi vegabréfa. Alls bárust tólf tilboð í hönnun og framleiðslu á vegabréfunum, þar á meðal frá Ísrael, Þýskalandi, Bretlandi, Ungverjalandi og Spáni. Svo fór að tilboði pólska fyrirtækisins PWPW var tekið, en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins sérhæfir það sig í alls kyns öryggisskilríkjum, þar á meðal vegabréfum og greiðslukortum. Það var í vinnu með fyrrnefndu PWPW að upp kom sú hugmynd að nota íslenskar landslagsmyndir í vegabréfunum.

„Það var álit sérfræðinga að til þess að tryggja betur öryggi íslenska vegabréfsins sem ferðaskilríkis þá væri þörf á bæði nýrri útlitshönnun en einnig nýrri hönnun á öryggisþáttum. Það fóru fram nokkrir fundir með sérfræðingum Þjóðskrár Íslands og erlenda hönnunarteymi PWPW um hvernig ný hönnun átti að vera og ýmsar hugmyndir og tillögur nefndar. Í samvinnu við dómsmálaráðuneytið var sammælst um að styðjast við landslagsmyndir af náttúru Íslands,“ segir í skriflegu svari frá Þjóðskrá Íslands.


Óljóst er hvort gjaldskrá vegabréfa breytist í takt við nýja hönnun, en í dag kostar vegabréf 12.300 krónur fyrir 18 til 66 ára og 5600 krónur fyrir börn, aldraða og öryrkja, ef miðað er við almenna afgreiðslu.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -