2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sextíu sekúndna æfing sem lætur fæturna titra

Einkaþjálfarinn Alexia Clark, sem er vinsæl fyrir að deila góðum æfingum á Instagram, mælir með því að klára síðustu orkudropana eftir góða æfingu í þessari sextíu sekúndna fótaæfingu.

Æfingin er afar einföld og vel hægt að gera hana heima. Hún snýst um að taka framstig, dúa í tíu sekúndur, hoppa svo upp og skipta um fót. Þetta er gert í sextíu sekúndur, eða þrjátíu sekúndur á hvorn fót.

Þeir sem eru með viðkvæm hné ættu þó að sleppa hoppinu og bara skipta rösklega um fót í staðinn.

Svo er mikilvægt, eins og Alexia nefnir í myndbandinu, að passa líkamsstöðuna vel og nota kvið- og bakvöðva til að tryggja að maður sé beinn í baki þegar æfingin er gerð. 

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is