Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Siðanefnd lækna þögul sem gröfin um rannsókn á hendur Skúla lækni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir rúmri viku sendi Mannlíf tölvupóst á siðanefnd lækna þar sem nefndin var spurð um álit varðandi mál og var henni gefinn tími til mánudags til að svara.

Málið var ímyndað enda vilja fáar stofnanir eða nefndir tjá sig um „ákveðin mál“ og persónuleg. Og þá spyrja fjölmiðlar almennt um málin.

Spurningin hljóðaði svo: „Hvað finnst ykkur um það þegar læknar, sem rannsakaðir eru af lögreglunni vegna alvarlegra brota í starfi, fái áfram starfsleyfi frá Landlæknaembættinu, jafnvel þó að landlæknir sjálfur hafi skilað áliti um brot læknisins og gefið honum algjör falleinkunn? Og þá er ég ekki að tala um nein sérstök mál, heldur spyr ég bara almennt, ef slíkt kæmi upp, hvað fyndist ykkur, siðanefndinni um það?“

Reyndar er málið ekki alveg ímyndað því nú er lögreglan að rannsaka þátt yfirlæknis HSS og annars læknis í andlátum sex sjúklinga sem og 5 annarra sem náðist að bjarga frá ótímabærri lífslokameðferð. Hefur Mannlíf fjallað um málið ítarlega síðustu vikur og mánuði. Dr. Skúli Tómas Gunnlaugsson er yfirlæknirinn sem lögreglan hefur grunaðan í málinu en þrátt fyrir að hann sé grunaður um jafn alvarlega glæpi hefur Alma Möller, landlæknir gefið honum starfsleyfi til næstu 12 mánaða en hann vinnu nú á Landspítalanum.

Sjá meira hér: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“

Sem sagt, spurning var send á siðanefndina en enn bólar ekki á svarinu. Þegar siðanefndin er skoðuð er athyglisvert svo ekki sé fastara að orði komist, að sjá að formaður nefndarinnar er héraðsdómari. Ásamt héraðsdómaranum, Arnari Þór Jónssyni eru þær Hilma Hólm og Nanna Briem. Varamenn eru Kristrún Kristinsdóttir, héraðsdómari, Dagbjörg Sigurðardóttir og Ingvar Þóroddsson.

- Auglýsing -

Sú sérkennilega klausa er í 22. grein laga siðanefndar læknafélagsins að formaður siðanefndarinnar skuli vera dómari.

„Í Siðanefnd LÍ sitja tveir læknar, sem kosnir eru á aðalfundi LÍ til tveggja ára í senn, sinn hvort árið. Þriðji maður, sem jafnframt er kosinn á aðalfundi LÍ til tveggja ára í senn, skal vera löglærður og uppfylla skilyrði til að mega starfa sem dómari. Hann skal vera formaður nefndarinnar.“

Samkvæmt heimildum Mannlífs var þessi klausa sett inn fyrir nokkrum árum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -