Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Síðasta myndin: Sameinuð rétt fyrir andlátið á spítalanum til að kveðja – Gift í 70 ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hún er allt í senn, fögur, sorgleg en átakanleg ljósmyndin sem birt er á vef Wales Online af hjónunum Margaret og Derek Firth. Þau sýktust bæði af kórónaveirunni og létust með þriggja daga millibili. Margaret og Derek voru jafnaldrar, 91 árs og aðeins 14 ára þegar þau fyrst rugluðu saman reitum. Þau urðu fljótt ástfangin. Hjónaband þeirra varði í 70 ár og voru þau saman allt til æviloka, er veiran skæða lagði þau að velli með þriggja daga millibili. Hjónin létust á Trafford sjúkrahúsinu í Manchesterborg.

Myndin hefur vakið mikla athygli og þykir lýsa einstakri ást.

Fyrst eftir að hjónin veiktust var þeim hjúkrað á sitthvorum spítalanum. Þegar heilsu Margraret tók að hraka töldu læknar að hún ætti aðeins fáeina daga eftir ólifaða. Þá var haft samband við Barböru, dóttur þeirra hjóna og henni tjáð að móðir hennar væri við dauðans dyr. Nú væri komið að kveðjustund og spurðu hvort einhver ættingja vildi ekki fá að kveðja gömlu konuna.Tíðindin bárust loks til Derek sem sjálfur var sýktur af veirunni og krafðist þess að vera færður á spítalann til sinnar heitt elskuðu. Heilbrigðisyfirvöld ákváðu að verða við ósk hans og var Derek fluttur á spítalann til konu sinnar til að þau gætu eytt síðustu ævikvöldunum saman. Urðu miklir fagnaðarfundir þegar sjúkrarúmi gamla mannsins var rúllað inn á stofu til Margaretar.

Þá gerðist örlítið kraftaverk. Strax á fyrsta degi, eftir komu Derek, fór heilsu Margraret að skána

„Það var fallegt að verða vitni að því þegar þau voru sameinuð á ný og yndislegt að sjá þau aftur í félagsskap hvors annars,“ sagði dóttir þeirra hjóna. Derek lést á undan konu sinni, þann 31. janúar. Eftir andlát hans hrakaði heilsu Margaret hratt og lést hún þremur dögum síðar.

Margarety og Derek giftu sig í maí 1950. Þau eignuðust fimm börn og 11 barnabörn.

„Þau elskuðu lífið og að vera saman og reyndu að njóta hverra stundar sem lífið gaf þeim. “

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -