Miðvikudagur 8. febrúar, 2023
-3.2 C
Reykjavik

Síðasti borgarstjórnarfundur Vigdísar: „Ég hef lyft málefnunum á hærra plan og rætt þau af alvöru“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Miðflokksins, segir í Fréttablaðinu að samskipti hennar og Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar og borgarstjóra síðustu ára, séu alls ekki slæm, þótt hún muni nú ekki sakna þessneitt að vinna með honum, en hún situr sinn síðasta borgarstjórnarfund í dag:

„Við erum svo sem ekkert að takast á persónulega. Þetta er allt tengt vinnunni, þannig að ég held þetta sé nú stórkostlega ofmetið að við séum alltaf í einhverju ósætti. Ég náttúrlega bara hef tekið á málunum sem fyrir liggja. Það er ekki neitt persónulega gegn Degi.“

 

Spurð hvort hún haldi að Dagur sé feginn að sjá á bak henni, segir Vigdís þetta:

„Ég vona að Dagur eigi eftir að sakna fjörsins sem er alltaf í kringum mig. Það er nú ekki hægt að segja annað en ég hafi sett ákveðinn lit á Ráðhúsið. Og í mörgum tilfellum lyft málefnunum á hærra plan og rætt um þau af alvöru. Það er aldrei neitt froðusnakk í kringum mig, sko. Það hefur náttúrlega kannski reynst þeim svona erfitt og þau voru bara óvön því.“

- Auglýsing -

En nú eru aðrir tímar og Vigdís kveður borgarpólitíkina, í bili að minnsta kosti:

„Þegar ég tek ákvarðanir þá bara standa þær og þetta er bara einhvern veginn þannig starfsumhverfi að það er ekkert ægilega hollt fyrir mann að vera lengi í því. En jú, jú. Auðvitað verður ákveðinn söknuður eftir fólkinu og svona en þetta er bara eins og að skipta um vinnu. Og nú er framtíðin mín vonandi bara björt á einhverjum öðrum vettvangi sem ég á eftir að finna út hver verður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -