Miðvikudagur 8. febrúar, 2023
-3.2 C
Reykjavik

Sif segir Hampiðjuna og Knarr Maritime fara með rússneska „blóð­peninga í bankann“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í pistli Sif Sig­mars­dóttur í Frétta­blaðinu segir meðal annars að „neyt­enda­sam­tök um alla Evrópu hyggjast taka saman upp­lýsingar um þau fyrir­tæki sem enn stunda við­skipti í Rúss­landi. Er það gert svo að neyt­endur geti sjálfir á­kveðið hvort þeir skipti við fyrir­tækin eða snið­gangi þau:

Breki Karlsson

„Við fengum alveg magnaða ræðu frá full­trúa neyt­enda­sam­taka Úkraínu og í kjöl­farið var sam­þykkt að búa til þennan lista,“ sagði Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­takanna, í sam­tali við Frétta­blaðið í vikunni þar sem hann var staddur í Brussel á fundi Evrópu­sam­taka neyt­enda.“

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu

„Við upp­haf inn­rásar Rússa í Úkraínu hvatti Volodí­mír Selenskíj, for­seti landsins, fyrir­tæki til að hætta við­skiptum í Rúss­landi því að þau væru „drifin blóði“ Úkraínu­manna. Fjöldi al­þjóð­legra fyrir­tækja urðu við þeirri bón. En ekki öll“ segir Sif og bætir við:

Hampiðjan, Skarfagörðum 4, 104 Reykjavík

„Yale há­skóli í Banda­ríkjunum heldur úti lista yfir fyrir­tæki sem enn stunda við­skipti í Rúss­landi; á honum má finna ís­lensk fyrir­tæki; svo sem Hamp­iðjuna og Knarr Maritime – sem gera sér blóð­peninga að góðu.“

Heldur áfram með pennann að vopni:

- Auglýsing -

„Væntan­legur listi Neyt­enda­sam­takanna er upp á líf og dauða. Ekki er þó víst að starf­semi allra ís­lenskra fyrir­tækja sem á honum lenda sé þess eðlis að neyt­endur geti tjáð þeim hug sinn með veskinu. Það er hins vegar hægt að fanga at­hygli eig­enda þeirra eftir fleiri leiðum en í gegnum rekstrar­reikninginn. Eins dauði er annars brauð öðlast bók­staf­lega merkingu nú um stundir.

Sif bendir á að „svo virðist sem úkraínsk manns­líf séu ekki öllum ís­lenskum fyrir­tækjum næg á­stæða til að láta af við­skiptum við Rúss­land. Kannski að óttinn við snið­göngu – efna­hags­lega eða sam­fé­lags­lega – leiði til sinna­skipta stjórn­enda þeirra. Dugi hann þó ekki til mætti grípa til ó­hefð­bundinna að­ferða. Sam­hliða birtingu lista Neyt­enda­sam­takanna væri hægt að efna til ný­yrða­sam­keppni. Lands­mönnum yrði falið að mynda sögn úr nafni fyrir­tækis á listanum sem, eins og Boycott bú­stjóri, ætti á hættu að komast á spjöld sögunnar í gegnum tungu­málið. Sögninni væri ætlað að fanga merkinguna: Að fara með blóð­peninga í bankann.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -