Fimmtudagur 22. september, 2022
7.8 C
Reykjavik

Sífellt fleiri barnafjölskyldur þurfa aðstoð – „Að­sóknin er mun meiri núna en í fyrra“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Að­sóknin er mun meiri núna en í fyrra,“ sagði Ás­laug Arn­dal, hjá Hjálpar­starfi kirkjunnar, í samtali við Fréttablaðið. Í ár hafa hátt í þrjú hundruð börn fegið efnislega aðstoð hjá samtökunum samanborið við um 200 börn í fyrra. Flestir þeirra sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar vantar útiföt og skólatöskur fyrir veturinn. Áslaug segir fólk hafa verið duglegt að kma með slíkan varning til þeirra svo að þrátt fyrir mikla aðsókn eiga þau nóg fyrir alla.

„Það er dá­sam­legt hvernig fólk hefur brugðist við og að­sóknin er það mikil að við munum hafa opið aftur á föstu­daginn,“ sagði Ás­laug. Þá þurfi allir sem leiti til Hjálparstarfsins að veita ákveðnar persónuuplýsingar. Margir sem leita til þeirra nú í ár hafa komið áður og því þekkja þau aðstæður þeirra. Stór hluti fólksins sem hefur komið undanfarið er flóttafólk frá Úkraínu. ,,Fólk þarf að sýna okkur fram á að börnin sem um ræðir séu þeirra börn og þar fram eftir götunum.“ Bætir hún við að nokkrir hafi verið að drífa sig. Svo komu líka margir hingað í flýti og tóku ekki allt sitt dót með, eins og skóla­tösku og vetrar­föt.“
Viðtalið má lesa í heild á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -