Laugardagur 20. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Sigfús var brenndur til bana í Breiðholtinu – Eiginkonan örvilnuð vegna ofbeldis hans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í janúarmánuði árið 1981 lést Sigfús Steingrímsson, 37 ára vélsmiður til heimilis við Kötlufell í Breiðiholti í Reykjavík. Reyndist Sigfús hafa verið brenndur til bana. Fljótlega barst grunur að Björgu Benjamímsdóttir, 27 ára eiginkonu Sigfúsar, sem játaði tveimur dögum síðar að hafa verið völd að verknaðinum.

Sú saga sem fram kom í framhaldi málsins er átakanleg.

Áfengi, örvænting og ótti

Hjónaband Sigfúsar og Bjargar mun hafa verið litað erfiðleikum sem meðal annars mun hafa átt sér rót í óhóflegri áfengisneyslu Sigfúsar. Í yfirheyrslum kvaðst Björg hafa verið full örvæntingar og ótta vegna illrar framkomu Sigfúsar við hana og tvö ung börn þeirra. Munu erfiðleikarnar hafa stigmagnast samkvæmt frásögn Bjargar sem kvaðst hafa verið orðin frá sér af örvæntingu á þessum tímapunkti.

Kvöldið örlagaríka sendi hún börnin börnin á brott úr íbúð fjölskyldunnar og keypti bensín sem hún síðar hellti yfir mann sinn þar sem hann lá áfengisdauður í hjónarúmi þeirra. Bar hún síðan eld að og lést Sigfús fljótlega af völdum brunasáranna.

Björgu var umsvifalaust gert að sæta gæsluvarðhaldi.

- Auglýsing -

Kötlufellsmálið

Málið, sem var nefnt „Kötlufellsmálið”, var umtalað og rætt manna í milli. Fólk var ekki einhuga um réttmæti gjörða Bjargar en margir töldu Björgu hafa sér til málsbóta að Sigfús hefði komið afar illa fram við hana, ekki síst undir áhrifum áfengis.

Björg var engu að síður talin sakhæf, morðið talið framið af yfirlögðu ráði, og var Björg dæmd í 16 ára fangelsi.

- Auglýsing -

Líkt við bandarískt mál

Ekki er úr vegi að líkja málinu við eitt frægasta dómsmál í sögu Bandaríkjanna, atburð sem átti sér stað í Michiganfylki árið 1977. Málið átti eftir að breyta því varanlega hvernig dómskerfið þar í landi tekur á málum tengdum heimilisofbeldi. Höfðu margir orð á að líkindin væru mikil þótt Atlantshafið skildi að.

Francine nokkur Hughes sagði börnum sínum að klæða sig og bíða í fjölskyldubílnum. Því næst helti hún bensíni yfir  rúm Mickey, eiginmanns síns, og bar eld að. Hafði hún þá verið beitt andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af hendi hans í áraraðir.

Keyrði Huges sem beinustu leið að næstu lögreglustöð og skýrði frá verknaðinum. Hughes er dæmd fyrir morð í fyrstu gráðu en þótti saklaus vegna tímabundinnar geðveiki og var talið morðið á Mickey talið vera sjálfsvörn.

Árið 1984 var gerð margverlaunuð sjónvarpsmynd um málið með leikkonunni Farrah Fawcett í aðalhlutverki.

Hæstiréttur mildaði dóm Bjargar í 14 ár í mars 1983.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -