Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Sigga Kling fékk heilablóðfall: „Það er flökkusaga um að ég sé dauð, en ég hef breyst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Spákonan og skemmtikrafturinn, Sigga Kling, mætti í Bakaríið á Bylgjunni til að kveða niður orðróm um ótímabært fráfall sitt; hið sanna í málinu er að Sigga fékk á dögunum heilablóðfall í kjölfar blóðtappa.

Hún segir atburðarásina hafa farið af stað fyrir tæpum mánuði, er hún upplifði mikinn slappleika.

„Ég gat bara ekkert. Átti að skemmta í Garðarholti í afmæli. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið… ég bara gat ekkert.

Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ sagði Sigga sem fór að lokum heim og að sofa: Fannst hún frekar hress er hún vaknaði.

„Svo bara versnar þetta og versnar og maður vill nú síður fara á bráðamóttökuna; ég verð bara að segja það að það er náttúrulega ekki endilega góð skemmtun. Svo klukkan þrjú þá er Stína systir komin með lakkrís, því það var eina ráðið til að hækka blóðþrýsting.“

Skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir á staðinn; þrýstingurinn var fínn en, í ljós kom að hún hafði fengið blóðtappa sem hefði stöðvað blóðflæði til heilans og leitt til heilablóðfalls.

- Auglýsing -

Nú er Sigga á alls konar lyfjum sem hún geymir í eggjabakka.

„Það er gott ráð. En svo eru komnar svo miklar flökkusögur. Og við erum líka hrædd við allt; það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin flökkusaga um að ég sé dauð,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hins vegar fjarri sanni. „Nei, en það er eins og ég hafi breyst.“

Núna vill hún vekja Íslendinga til meðvitundar um einkenni heilblóðfalls og annarra sjúkdóma, enda vill Sigga fólki vel og hún nýtir erfiða reynslu til að hjálpa fólki.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -