Miðvikudagur 11. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Siggi skyr opnar dyrnar: Úr tilraunastarfsemi í stórveldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Kjartan Hilmarsson, eða Siggi skyr eins og hann er yfirleitt kallaður, hóf tilraunir með skyrgerð í eldhúsinu hjá sér í New York eftir gamalli uppskrift sem móðir hans sendi honum fyrir rúmum áratug.

Núna fæst skyrið í um 25 þúsund verslunum í Bandaríkjunum og fyrirhugaður er mikill vöxtur á næstu misserum. „Það verður engin breyting á okkar starfsemi. Við munum halda áfram að starfa héðan frá New York og sama góða starfsfólkið verður mér við hlið,“ segir Siggi  og hrósar starfsfólkinu

Þetta er einhver ótrúlegasta frumkvöðlasaga Íslendings í seinni tíð og hvernig varan varð til á löngum tíma með dugnaði, klókindum og hugviti

Franski mjólkurvörurisinn Lactalis keypti fyrirtækið hans Sigga á dögunum. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp og er trúnaður milli kaupanda og seljenda, en það hleypur á tugum milljarða. „Fyrirtækið hefur átt hug minn allan frá fyrsta degi,“ segir Siggi.

Siggi skyr verður í ítarlegu viðtali við Magnús Halldórsson blaðamann í Mannlífi.  Blaðið kemur út á morgun föstudaginn 26. janúar og er dreift ókeypis inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu.  Mannlíf er gefið út í samstarfi við Kjarnann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -