Laugardagur 24. september, 2022
10.1 C
Reykjavik

Sighvatur steinhissa: „Mér – gömlum manninum – brá talsvert þegar RÚV valdi „manneskjur ársins“.“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra, segist ekki alls kostar sáttur með RÚV og þá ákvörðun að velja „einstakling ársins“ en ekki „manneskju ársins“. Hann segir að menn séu ekki einungis karlmenn og vitnar máli sínu til stuðnings í orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta.

„Ég verð að játa, að mér – gömlum manninum – brá talsvert þegar RUV valdi í gærkvöldi þau (má víst alls ekki segja þá) sem RUV sagði vera „manneskjur ársins“. Ekki brá mér út af því hverjir valdir voru. Var samsinna því. Valdar voru mjög vel valdar „manneskjur“. En hvað um nafngiftina. Hefur núverandi kynslóð breytt skilgreiningu sinni á því hvað telst vera maður? Telur þessi kynslóð eða fulltrúar hennar að mikill maður hljóti ávallt að vera karlmaður. Mikil kona geti ekki verið mikill maður – en kannske mikil manneskja?,“ spyr Sighvatur.

Hann spyr hvort fjöldi orða af sömu rót séu nú bönnuð. „Mér kemur í hug athyglisvert viðtal við þáverandi forsetaframbjóðanda, Vigdísi Finnbogadóttur, þegar hún vísaði á bug aðfinnslum við framboði sínu með þessari gullvægu setningu „Ég er maður“. Telja einhverjir Íslendingar þá yfirlýsingu ekki lengur gilda? Hugtakið „mannúð“ eigi ekki lengur við neina aðra en bara karla? Hugtakið „menning“ eigi ekki við um konur? Svo ekki sé nú rætt um hugtakið „mannvonska“. Það merki sem sé bara vonda karla? „Mannfyrirlitning“ væntanlega bara fyrirlitning karla. „manngæzka“ merki bara góðu karlana (sem eru þá a.m.k. góðir við við konur) og „manntal“ hve margir karlar eru í hverju samfélagi til þess að keppa við konur?,“ spyr Sighvatur.

Hann ávarpar svo lesendur og spyr hvort fólk sé sammála honum. „Þykir ykkur lesendum ekki hér vera nokkuð langt seilst. Þegar því er neitað í raun að kvenmaður geti verið og sé maður eins og Vigdís sagðist vera en að auðkenna konuna verði með öðru heiti en aðra menn? Þegar svo misjafnan mælikvarða á að leggja á kynin, að hafna verði því að kona sé maður eins og Vigdís lýsti sér, hvað eigum við þá að gera ef svo vildi til að hvorki kyngreindur karl né kyngreind kona hefði verið valin fulltrúi ársins hjá íslenskri þjóð – heldur einhver af öðru kyni. Eigum við þá t.d. að ræða um viðkomandi sem „hvorugkynsveru“ ársins – nú eða „ókynveru“ ársins ? Eða „hinseginmanneskju ársins“?,“ spyr Sighvatur og heldur áfram:

„Hvað segja femínistar – og RUV? Hvað þykir þér, lesandi góður? Að ég sé fullur kvenhaturs? Skilji ekki réttindabaráttu kynjanna? Eða sé bara gamalmenni, sem ekkert erindi eigi upp á dekk? Svona álíka gamall og þegar hugtakið maður átti við hvort heldur sem er kvenmenn eða karlmenn og jafnframt allar aðrar manneskjur eins og mér var kennt frá barnæsku og kennt að bera virðingu fyrir. Þegar menn ársins gáru verið aðrir en bara einhverjir karlar – eins og til dæmis líka kona, landlæknirinn!?! Ásamt auðvitað Vigdísi okkar Finnbogadóttur.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -