Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Siglufjörður í heljargreipum dularfulls manns: „Ég hrökk upp klukkan hálf fjögur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Siglfirðingar eru sagðir verulega uggandi.  Maður, líklega innbrotsþjófur, hefur hrellt íbúa undanfarna daga. Afbrotahrina mannsins hófst fyrir þremur dögum en síðan þá er talið að hann hafi farið inn í fjögur hús. Ríkisútvarpiðð sagði frá. Það er ef til vill óhugnanlegra að hann tók einungis verðmæti úr einu húsanna.

Í tveimur tilvikum komu íbúar að manninum og náðu að hrekja hann á brott. Ekki hefur þó tekist að handsama manninn. Maðurinn munn ekki hafa brotið sér leið inn í húsin.

RÚV ræddi við Bylgju Hafþórsdóttur, íbúa á svæðinu, sem segist hafa lent í manninum í nótt: „Ég hrökk upp klukkan hálf fjögur við að einhver væri að reyna að komast inn í Benz jeppann hjá Halldóri og Hönnu. Bílunum var lagt fyrir utan svefnherbergisgluggann hjá mér, ég er í kjallaraíbúð og glugginn var opinn,“ segir Bylgja og heldur áfram:

„Þegar hann var búinn að reyna við bílinn þeirra þá fór hann í minn og var ekki einu sinni að reyna að fara hljóðlega. En þar sem ég er í kjallaraíbúð þá náði ég ekki að sjá neitt í gegnum gluggana og þegar ég kom inn í stofu og var að kíkja í gegnum gluggana þar þá sá ég engan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -