Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Sigmar fer út og inn og er forviða: „Ég skil ekkert“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég skil ekkert í þessum tölum. Af hverju þær hafa breyst svona svaka­lega í talningunni í Suð­vestur­kjör­dæmi,“ sagði Sigmar Guðmundsson í samtali við Vísi en hann situr í öðru sæti Við­reisnar í Suð­vestur­kjör­dæmi og tekur nú þátt í því happdrætti sem úthlutun jöfnunarsæta er.

Hann segir að úrslitin hafi komið sér á óvart en óskar ríkisstjórninni til hamingju en hún sigraði með afgerandi hætti. Viðreisn bætti við sig einum þingmanni í kosningunum, ef staðan núna gengur eftir.

Ljóst er að niðurstöður kosninganna séu mikill sigur fyrir Framsókn. Á fráfarandi þingi var Framsókn með 8 menn en samkvæmt nýjustu niðurstöðum hafa þeir nú þrettán og bæta við sig fimm.
Þá bætti Flokkur fólksins við sig tveimur þingmönnum, og fóru úr fjórum í sex.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -