Þriðjudagur 4. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Sigmar seldi Hlöllabáta fyrir milljarð meðan aðrir fóru á hausinn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og áður skemmtikraftur, hlýtur að teljast nokkuð glúrinn í viðskiptum ef marka má viðtal Viðskiptablaðsins við hann. Þar segir Sigmar að þrátt fyrir COVID hafi Hlöllabátasamsteypunni tekist að velta tæplega milljarð á árinu. Áður en COVID kom til sögunnar hafði hann þó áætlað að velta félagsins yrði um tveir milljarðar króna á ársgrundvelli. Fjöldi sambærilega fyrirtækja hafa farið á hausinn í ár.

Samsteypan samanstendur af Hlöllabátum auk Barion veitingastaða og Minigarðinum. Hlöllabátar virðast þó helsta tekjulindin á þessu ári. „Minigarðurinn hefur í raun ekki enn fengið að njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða vegna samkomutakmarkana og má segja slíkt hið sama um Barion Bryggjuna. Það er því mikil tilhlökkun í okkur fyrir því að geta loks fullnýtt möguleika staðanna að faraldri loknum,“ segir Sigmar í viðtalinu.

Hann segir sárast að geta ekki boðið öllu starfsfólki nægilega mikla vinnu. „Stór hluti starfsfólks okkar er í hlutastarfi og vaktavinnu. Umrætt starfsfólk hefur því miður verið kallað lítið sem ekkert út á vakt vegna ástandsins. Við höfum lagt áherslu á að standa vörð um starfsemina og höfum náð með nýstárlegum aðgerðum að halda veltunni gangandi og rekstrinum réttu megin við strikið. Okkar sýn gengur svolítið út á að þetta sé erfiða árið þar sem við náðum að halda velli og svo vonumst við til þess að geta tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið þegar faraldurinn heyrir sögunni til.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -