Fimmtudagur 8. desember, 2022
-5.2 C
Reykjavik

Sigmar við Sigurð Inga: „Örmagna foreldri sem þarf að þola rifrildi barnanna við matarborðið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það var hart tekist á í þinginu þegar þingmenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar kvörtuðu undan afstöðuleysi formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannessonar, varðandi umræðu um málefni flóttamanna hér á landi; sögðu hann hafa ítrekað komið sér undan að svara spurningum þingmanna.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Fyrrum sjónvarpsmaðurinn og núverandi þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, spurði Sigurð Inga í fyrirspurnatíma í hvort hann væri hlynntur stefnu og hugmyndum sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað í málaflokknum:

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

„Mér finnst einfaldlega ekki rétt né tímabært að vera að fjalla um þær fyrr en við höfum tekið þær til umfjöllunar í ráðherranefnd um útlendingamál og stefna ríkisstjórnarinnar birtist. Þá skal ég tala við háttvirtan þingmann um það hvað ég stend fyrir og hvað ég mun verja,“ sagði Sigurður Ingi.

Sigmar var ekki hættur, hvergi nærri, og tók málið upp í umræðu um störf þingsins. Sagði Sigmar þetta svar Sigurðar Inga vera lýsandi fyrir þann ágreining sem er innan ríkisstjórnarinnar um málefni flóttamanna í neyð sem hingað koma:

„Ég spurði svo formann Framsóknarflokksins um afstöðu hans til málsins í gær og fékk ákaflega framsóknarlegt svar sem var efnislega svohljóðandi: Ég svara því seinna. Þá skal ég segja þér fyrir hvað ég stend og hvað ég vil verja. Formanni Framsóknar er hins vegar ákveðin vorkunn. Hann er eins og örmagna foreldri sem þarf sífellt að þola rifrildi og ósamkomulag barnanna sem sitja á vinstri og hægri hönd við matarborðið. Slíkt tekur eðlilega á taugarnar til lengri tíma. Þetta gerist í hverju málinu á fætur öðru. Þetta er að gerast í orkumálum, þetta er að gerast í landnýtingarmálum, í auðlindamálum, í skattamálum og núna í útlendingamálum. Og þetta er ekki tæmandi upptalning,“ voru orð Sigmars.

Helga Vala Helgadóttir. Mynd: helgavala.is

Þingmaður Samfylkingarinnar, lögfræðingurinn Helga Vala Helgadóttir, furðaði sig einnig á svari Sigurðar Inga:

- Auglýsing -

„Hæstvirtur ráðherra svaraði að honum fyndist hvorki rétt né tímabært að vera að fjalla um þetta, sem er þó til umræðu í fjölmiðlum og þinginu á hverjum einasta degi, á meðan einhver ráðherranefnd, sem hann á ekki sæti í, væri að fara að fjalla um málið kannski einhvern tímann seinna. Virðulegur forseti. Þetta er ein leið þingheims til að fá ráðherra til að lýsa skoðun sinni á heitum málum sem eru í umræðunni og ég held að við hljótum að geta gert þá kröfu til ráðherra að þeir lýsi sinni skoðun hér í pontu en bíði ekki niðurstöðu einhverrar ráðherranefndar sem mögulega kannski einhvern tímann seinna mun fjalla um einhver mál.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -