• Orðrómur

Sigmundur Davíð vill gefa öllum Íslendingum peninga á hverju ári

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Miðflokkurinn vill millifæra helming af afgangi ríkissjóðs á hverju ár, inn á hvern Íslending á fullveldisdag Íslands, 1. desember. Þá vill flokkurinn einnig að hver einasti fullorðinn Íslendingur fái greitt auðlindagjald sama dag, ár hvert.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði frá þessum hugmyndum er hann kynnti kosningastefnu Miðflokksins í Hörpu í dag en sýnt var beint frá kynningunni inni á vef Vísis.

Alls voru kynntar tíu stefnumál flokksins í dag sem allar eiga að hjálpa heimilunum og fyrirtækjum á landinu í formi niðurgreiðslna og millifærslna.
Segir í fyrstu stefnumálinu að með því að millifæra helming af afgangi ríkissjóðs á hverju ári megi meðal annars minnka báknið, auka aðhald fyrir stjórnvöld til að fara vel með peninga borgaranna og að ávinningurinn nái þannig jafnt yfir alla. Hinn helmingurinn færi svo í að greiða niður skuldir ríkissjóðs eða, sé það hagkvæmara, yrði settur í varasjóð.

Í næstu stefnuskrá er talað um peningagjöf til Íslendinga í nafni auðlindagjalds. Það yrði greitt á fullveldisdeginum, 1. desember en fyrsta upphæðin yrði 100.000 kr. á verðlagi yfirstandandi árs, á hvern fullorðinn einstakling. Þar segir orðrétt „Með upphafsviðmiðinu er litið til þátta á borð við veiðigjöld, hagnað Landsvirkjunar og sölu losunarheimilda.“ Þá segir ennfremur í kynningunni að með þessu auðlindagjaldi geti „lýðskrumarar munu ekki geta lagt á óhófleg gjöld sem skila skammtíma ávinningi en langtíma tjóni.“

Hér er hægt að sjá stefnumálin 10 hjá Miðflokkinum.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -