Sunnudagur 25. september, 2022
8.8 C
Reykjavik

Sigmundur ósáttur: Sögur um að sjálfsvíg áttu sér stað – Vildu ýta þeim fram á grafarbakkann

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var gestur Sprengisands og opnaði sig um reynslu sína af hótunum og ofbeldi á sínum stjórnmálaferli. Upptalningin var nokkuð löng en hinn reyndi fjölmiðlamaður, Karl Th. Birgisson, gerir athugasemd við eina af upptalningum Sigmundar Davíðs.

„Formaður Miðflokksins lýsti í útvarpsviðtali reynslu sinni af ofbeldi vegna starfa hans. Sumt af því var skelfilegt. En hann átti erfitt með að hætta,“ segir Karl Th en í upptalningu Sigmundar Davíðs, um reynslu hans af ofbeldi og hótunum, fellur Klaustursmálið í þann flokk. Heldur hann fram að upptökurnar hafi verið skipulagðar persónunjósir og vildi frekar að það mál fengi nafnið hlerunarmálið í stað þess að vera kennt við Klaustur.

„Afraksturinn af því var klipptur sundur og saman til að búa til alveg ótrúlega smánunarherferð. Mestu slíka herferð, ég megi segja í sögu íslenskra stjórnmála. Þetta gekk svo langt að það fóru af stað tröllasögur um að einhverjir hefðu svipt sig lífi. Það er hringt í mig, fleiri en einn og grennslast fyrir um þetta, hvort þetta sé rétt,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti við.

„Samt var ekkert slegið af. Það var bara eins og ætti að hrekja menn í burtu eða ýta þeim fram á grafarbakkann.“

Bára Halldórsdóttir, aktívisti, tók þingmennina upp þar sem þeir rökkuðu niður konur og ýmsa minnihlutahópa. Eftir að DV og Stundin birtu gögnin hafa þingmenn Miðflokksins hent fram hinum ýmsu samsæriskenningum.

- Auglýsing -

Fyrst töldu þingmenn að hlerunarbúnaði hefði verið komið fyrir í símunum. Svo var ekki.

Þá átti Bára átti að hafa mætt vel tækjum búin, þegar sannleikurinn var sá að hún tók samtölin upp á gamlan og brotin síma og oft var ekki mögulegt að greina orðaskil sökum þess hversu gamall síminn var.

Einnig var sagt að tækin hefðu verið færð til á meðan upptöku stóð. Aftur; upptakan er öll tekin uppá gamlan síma og í mesta lagi er síminn færður til á borðinu þar sem Bára sat.

- Auglýsing -

Upptökurnar áttu einnig að vera unnar, klipptar til og fréttir framleiddar til að draga upp óviðurkvæmilega mynd af þingmönnunum en ekki reynt að leiða fram eðlilega mynd af upptökunni! Sannleikurinn er sá að fjölmiðlar hefðu aldrei haft tök á að skrifa eina staka langa frétt upp úr upptökunum, sem voru nokkrir klukkutímar. Fjallað var sér um hvert umræðuefni og seinna birti DV upptökuna í heild sinni til að svara ásökunum þingmanna Miðflokksins um óheiðarleika fjölmiðlafólks.

Mátti skilja á Sigmundi Davíð og Gunnari Braga að þeir væru frekarþolendur í málinu en konurnar og minni hluta hóparnir sem var rætt um á kynferðislegan hátt eða gert grín að.

Bára sama dag og hún tók þingmenn á Klaustri upp

Ein af fjölmörgum samsæriskenningum Miðflokksins sem tengdist Báru, var þegar þeir sögðu að hún hefði dulbúið sig sérstaklega áður en hún mætti á Klausturbar. Dulbúningurinn sem Bára átti að hafa valið sér var að klæða sig upp eins og túristi. Bára sagði í samtali við Eyjuna að hún hefði verið á staðnum fyrir tilviljun og hafið upptöku þegar henni blöskraði tal hinna kjörnu fulltrúa. Þá svaraði hún einnig ásökunum um að hafa dulbúið sig sem túrista. Var Bára klædd í svarta úlpu, gallabuxur, bol og gammosíur.“ Eyjan staðfesti frásögn Báru og birti mynd sem tekin var 20. nóvember , sama dag og hún fór á Klausturbar. Þar hafði hún komið við hjá Samtökunum 78, þar sem hún náðist á mynd.

Mannlíf tekur undir það sem Eyjan.is sagði á sínum tíma um klæðnað Báru:

„Ekki er að sjá á myndinni að Bára sé í dulbúningi sem erlendur ferðamaður, en tekið skal fram að Eyjan er ekki sérfróð um slíkan klæðnað.“

Hér fyrir neðan má hlusta á upptökurnar í heild sinni.

Klausturmálið 1. árs from DV Sjónvarp on Vimeo.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -