• Orðrómur

Sigmundur rústar Stöð 2

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hinn geðþekki sjónvarpsmaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson, hefur loksins náð þangað sem hann hefur stefnt að áratugum saman. Hann er orðinn fréttastjóri sjónvarpsfrétta. Sigmundur Ernir var á sínum tíma varafréttastjóri Stöðvar 2. Þegar staða fréttastjóra losnaði lýsti hann sig reiðubúinn til að takast á við verkefnið. Þá vitnaði hann í  Elvis Presley og sagði „Now or never“. Hann hlaut ekki náð fyrir eigendum Stöðvar 2 og hætti þar. En nú hefur syrt í álinn hjá Stöð 2. Myndlausar sjónvarpsfréttirnar eru í myrkri allra nema þeirra áskrifenda sem enn halda sig við Stöð 2. Eftir að útsending fréttanna var lokuð almenningi stökk Sigmundur Ernir á vagninn og Hringbraut hóf fréttaútsendingar í opinni dagskrá klukkan 18:30 í samkeppni við aldarvin sinn, Þóri Guðmundsson fréttastjóra Stöðvar 2, sem aðeins birtist fáum útvöldum og virðist dæmdur til að tapa. Tími Sigmundar er kominn. Hann er að rústa Stöð 2 …

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Áslaug í stríðsham

Ein skærasta stjarna íslenskra stjórnmála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, er komin í stríðsham og hefur tilkynnt að...

Stórleikur Sigríðar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, nýkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands, átti stórleik á fyrstu dögum í embætti sínu þegar húyn...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -