Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sigmundur Sigfússon er látinn: Einstakur maður sem hjálpaði svo mörgum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmundur Sigfússon, fyrrverandi yfirlæknir geðlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, er látinn 75 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 26. júlí 1945 en lést á heimili sínu á Akureyri 29. janúar síðastliðinn. Greint er frá andláti þessa merka manns í Morgunblaðinu og á Akureyri.net Sigmundur hafði gríðarlega mikil mótandi áhrif á samfélag sitt. Frá haustinu 1980 vann hann við að móta meðferðarstarf á nýrri geðdeild Landspítala 32C og árið 1984 gerðist hann yfirlæknir geðlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Einnig var Sigmundur um tíma aðstoðarlandlæknir.

Sigmundi er lýst sem hlýjum, víðsýnum, gáfuðum. Þolinmóður, hógværum , traustum og húmorískum hæfileikamanni. Yfir Sigmundi ríkti kyrrðin, hann kunni að hlusta, skilja, sýndi hlýju, stóð ekki á sama og virtist hafa fleiri klukkutíma í sólarhringnum en aðrir. Virðing um­fram allt var það sem kór­ónaði sam­skipti hans við sjúk­linga.

Frá haustinu 1980 vann hann við að móta meðferðarstarf á nýrri geðdeild Landspítala 32C og árið 1984 gerðist hann yfirlæknir geðlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Einnig var Sigmundur um tíma aðstoðarlandlæknir.

Þar var fyrir Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, sem líkt og Sigmundur var hallur undir þær stefnur í geðlækningum sem kenndar eru við samfélagslækningar og viðtalsmeðferð.

Sigmundur var ráðgjafi landlæknis til 1998 og átti fyrir atbeina þess embættis sæti í ýmsum stjórnskipuðum nefndum. Eftir starfslok á geðdeild sjúkrahússins á Akureyri vorið 2016 rak Sigmundur mánaðarlega geðlæknismóttöku við Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum til ársloka 2018.

- Auglýsing -

Ein helsta tómstundaiðja Sigmundar á Akureyri var söngur, m.a. í Passíukórnum og Kammerkórnum Hymnodíu.

Fyrri eiginkona Sigmundar var Ingibjörg Benediktsdóttir. Þau giftu sig 1973 en skildu 1999. Ingibjörg lést 2007. Þau eignuðust fjóra syni, Marjón Pétur, Sigfús Þór, Benedikt og Harald.

Eftirlifandi eiginkona Sigmundar er Ingiríður Sigurðardóttir. Þau gengu í hjónaband árið 2000 og stofnuðu heimili að Kringlumýri 3 á Akureyri. Dóttir Ingiríðar er Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir.

- Auglýsing -

Sigmundur verður jarðsunginn í dag 22. febrúar frá Akureyrarkirkju.

Fjölmargir minnast Sigmundar í minningargreinum og á samfélagsmiðlum.

Erna Hjaltested segir:

Hann hafði sterka rétt­lætis­kennd, var hlýr, íhug­ull og víðsýnn. Hann hafði mik­inn áhuga á tónlist, sögu, list­um, menn­ingu og sam­fé­lags­mál­um, söng í kór og tók þátt í flokks­starfi Vinstri-grænna. Það var eins og hann hefði fleiri klukku­tíma í sól­ar­hringn­um en við hin. Þá heyrðum við stund­um í hon­um síðla kvölds þar sem hann var að skrifa vott­orð fram á nótt.

Snjó­laug G. Ólafs­dótt­ir og Har­ald­ur Briem segir:

„Sig­mund­ur var há­vax­inn og svip­mik­ill, góðum gáf­um gædd­ur og mik­ill námsmaður. Hann hafði hljóm­mikla bassarödd og var söngmaður góður. Gat verið hrók­ur alls fagnaðar, ef því var að skipta.“

Brynj­ólf­ur Ingvars­son segir:

Þunga­vigt­ar­menn meðal lækna og stjórn­mála­manna veittu þess­um hóg­væra hæfi­leika­manni eft­ir­tekt. Það var fljótt sóst eft­ir hon­um til op­in­berra ábyrgðarstarfa. Hann valdi hins veg­ar hefðbund­in lækn­is­störf.

Lengst verður hans ef­laust minnst fyr­ir glæst­an fer­il á Ak­ur­eyri. Þetta hófst 1984, þegar hann kom norður, til að byggja upp bráðageðdeild sjúkra­húss­ins. Hann sýndi óvenju­lega fram­sýni og fyr­ir­hyggju um starf­sem­ina, sem varð seinna þekkt um land allt og nefnd Ak­ur­eyr­armód­elið. Aðals­merki þess var heild­ar­sýn og vand­lega skipu­lagðar teng­ing­ar við alla þætti vel­ferðar­kerf­is bæði í ná­grenn­inu og öðrum lands­hlut­um.

Sam­starf okk­ar Sig­mund­ar hófst haustið 1984. Hann varð strax stunda­kenn­ari við heil­brigðis­deild hins ný­stofnaða há­skóla á Ak­ur­eyri. Hann sett­ist í stjórn lækn­aráðs FSA. Þetta sýndi til fulls, að hér var kom­inn óum­deild­ur þunga­vigt­armaður í raðir lækna FSA, aðeins fer­tug­ur að aldri. Lækn­is­starfið hafði for­gang, eins og al­gengt er í okk­ar stétt. Við unn­um sam­an nær óslitið í 27 ár, 1984-2011, og bar aldrei skugga á, enda var hann þeirr­ar gerðar sem yf­ir­maður, að á betra varð ekki kosið.

Magnús Skúla­son segir:

Sig­mund­ur var unn­andi menn­ing­ar og lista og nátt­úru lands­ins. Mann­kostamaður í bestu merk­ingu. Hjálp­semi og ósér­hlífni voru hans aðals­merki. Vinátta hans og góðvild gleym­ist ekki. Vin­um hans öll­um og aðstand­end­um votta ég ein­læga samúð.

Ólaf­ur Ólafs­son, fyrrv. land­lækn­ir segir:

Sig­mund­ur var traust­ur, ráðagóður og kær vin­ur með góðan húm­or. Hann var sá fyrsti sem gegndi stöðu aðstoðarland­lækn­is. Síðar unn­um við mikið sam­an. Milli okk­ar Sig­mund­ar skapaðist góður vin­skap­ur og vor­um við með svipuð áhuga­mál.

Sig­mund­ur var góður lækn­ir, vel les­inn í fræðunum og fram­fara­s­innaður í hugs­un. Sam­starf okk­ar var mjög gott og vinátt­an kær.

Ég kveð góðan og kær­an vin og sendi Ingu og son­um Sig­mund­ar mín­ar hlýj­ustu samúðarkveðjur.

Karl Reyn­ir Ein­ars­son, formaður Geðlækna­fé­lags Íslands segir:

„Þeir sem unnu und­ir hans stjórn höfðu því al­mennt mikið frelsi í sín­um störf­um. Eins og óhjá­kvæmi­legt er hjá mönn­um í ábyrgðar­stöðum kom fyr­ir að sótt var hart að hon­um en sýndi þá iðulega ótrú­lega skap­still­ingu og ró­semi.

Hæg­látt fas og hlýtt viðmót mætti einnig skjól­stæðing­um hans sem kunnu að meta að geta talað við hann á jafn­inga­grund­velli og finna að það var hlustað án alls hroka.

Mörg­um sinnti hann árum og jafn­vel ára­tug­um sam­an en ekki var óal­gengt að hann hefði hjálpað fleiri en einni kyn­slóð sömu fjöl­skyldu. Trú hans á fólki átti ekki síst við um hans skjól­stæðinga. Sama hvað hafði gerst, þá var alltaf von um bata og betra líf og ósjald­an að fólk, sem glímdi við mik­il veik­indi, leitaði til hans per­sónu­lega og keyrði jafn­vel lands­horna á milli til að hitta hann.

Sveinn Rún­ar Hauks­son segir:

Sigmundur var rót­tæk­ur í skoðunum og ég minn­ist þess frá há­skóla­ár­un­um að eiga traust­an banda­mann í bram­bolti mínu í stúd­entapóli­tík.

En nán­ustu kynni okk­ar urðu þegar hann varð minn geðlækn­ir og ég veit að ég tala fyr­ir munn margra skjól­stæðinga Sig­mund­ar, að hann var ein­stak­ur lækn­ir. Mig grun­ar að hann hafi aldrei lært á klukku og ekki átt úr. Slík tæki komu ekki við sögu þegar Sig­mund­ur var í viðtali. Enda er ég hrædd­ur um að vinnu­dag­ur­inn hafi oft orðið óskap­lega lang­ur, þótt hann tæki ekki eft­ir því sjálf­ur, en kannski frek­ar strák­arn­ir og Ingurnar hans.

Kyrrðin sem var æv­in­lega yfir Sig­mundi, ein­stak­ur hæfi­leiki til að hlusta, ekki bara á sögð orð held­ur það sem reynt var að segja, ein­kenndi þenn­an sam­tals­meist­ara. Hann reyndi að skilja hvern og einn, sýndi hlýju, sam­kennd og að hon­um stóð ekki á sama. Virðing um­fram allt var það sem kór­ónaði sam­skipti hans við sjúk­linga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -