Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Sigríður fær leyfi fyrir 1.500 fermetra byggingu: Líkbrennsla verður við Vífilstaðavatn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæjaryfirvöld Garðabæjar hafa gefið leyfi fyrir allt að 1.500 fermetra byggingu norðan við Vífilsstaðavatn. Þar mun koma til með að rísa bálstofa og húsnæði sem hugsað er fyrir tilefni eins og skírnir og hjónavígslur. Á annarri hæð byggingarinnar verður hugleiðslurými með útsýni til fjalla og hafs.
Tré lífsins ses. er að baki framkvæmdanna sem eru fyrirhugaðar.

Minningagarður verður næsta nágrenni við bygginguna en þar mun fólk koma til með að geta setja ösku ástvina í moldina og gróðursett tré um leið. Hvert tré mun fá rafræna merkingu á minningasíðu og tré mun svo vaxa við grafreit þess látna.

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er stofnandi og forsvarsmaður Trés lífsins. Í viðtali við Morgunblaðið segir hún hugmyndir þeirra langt komnar í ferlinu.
„Hug­mynd­ir okk­ar um starf­semi og mann­virki eru komn­ar í gegn­um bæði aðal- og deili­skipu­lag í Garðabæ svo við höld­um ótrauð áfram,“

Líkbrennsluofn verður í húsinu.
„Við höf­um fylgst með þróun þess­ara mála og heim­sótt eina bál­stofu í Hollandi. Við mun­um geta annað þeirri miklu fjölg­un bálfara sem fyr­ir­séð er á næstu árum og ára­tug­um. Lík­lega tök­um við við hlut­verki bál­stof­unn­ar í Foss­vogi sem er orðin göm­ul og lúin, enda hef­ur hún verið í starf­semi síðan árið 1948. Á ofn­in­um okk­ar verður líka full­kom­inn meng­un­ar­varna- og hreinsi­búnaður til að fyr­ir­byggja alla meng­un,“ seg­ir Sig­ríður Bylgja.

Lagabreytingar þurfu að eiga sér stað til þess að gera megi minningagarð.

„Við höf­um verið í sam­bandi við dóms­málaráðuneytið vegna þess­ara mála og bíðum nú eft­ir samþykki sýslu­manns til að taka næstu skref í verk­efn­inu. Yf­ir­völd í Garðabæ hafa tekið mjög vel í verk­efnið og eru greini­lega mjög fram­sýn í þróun þess­ara mála,“ seg­ir Sig­ríður Bylgja. Áfram­hald und­ir­bún­ings nú velti á því hvenær öll til­skil­in leyfi séu í hendi, en vænst sé að bygg­ing og minn­ingag­arður verði til­bú­in eft­ir þrjú til fimm ár. Segir Sigríður að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -