Laugardagur 22. janúar, 2022
1.4 C
Reykjavik

Sigríður fékk enga aðstoð: „Þau úrskurðuðu að hún gæti ekki séð um börn, en þarna var ég“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Alþjóðlegar rannsóknir segja að eitt af hverjum fimm börnum eigi foreldra með geðrænan vanda, hugsaðu þér hvað þetta eru mörg börn!“ Segir Sigríður Gísladóttir.
Móðir Sigríðar glímir við geðrænan vanda og segir Sigríður frá því í viðtali við Fréttablaðið hvernig enginn hafi rétt henni hjálparhönd í allri þeirri baráttu sem hún stóð í með móður sína.

„Ég var að hringja í héraðslækni, hitta geðlækna og hringja ótal símtöl upp á geðdeild. Ég var ein með henni inni á heimilinu og hún í viðvarandi geðrofástandi. Ég hafði samband við alla og það hjálpaði mér enginn.“

Metin óhæf dagmóðir 

Móðir Sigríðar starfaði sem dagmamma og var Sigríður 12 ára gömul þegar að kvartanir frá foreldrum fóru að berast. Þá fóru starfsmenn frá Reykjavíkurborg að mæta á heimilið reglulega til að taka út aðstæður.
Á þessum tíma var Sigríður löngu búin að átta sig á því að móðir hennar væri ekki með heilsu til að gæta barnanna, svo hún yrði að passa börnin. „Þetta var lifibrauðið og hélt okkur í þessari íbúð svo ég varð að láta það ganga.“

Þegar starfsfólk Reykjavíkurborgar mættu var Sigríður alltaf á staðnum. Það endaði með því að móðir hennar var metin óhæf dagmóðir og missti hún leyfið. Engin athugasemd var þó gerð við þá staðreynd að 12 ára barn byggi við þessar aðstæður.
„Þau vissu að ég væri dóttir hennar en veittu því enga athygli. Þau úrskurðuðu að hún gæti ekki séð um börn, en þarna var ég, barn – þegar ég átti að vera í skólanum – og þau athuga ekkert með mig!
Þetta fólk fór með eftirlit með velferð barna og það bara gekk út. Ég hugsa bara, hvernig gerist þetta?“

Leiðir tímamótaverkefni fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda

- Auglýsing -

Sigríður stýrir nú verkefninu Okkar heimur sem er á vegum Geðhjálpar. Okkar heimur er ætlað að vera skjól og stuðningur fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Þetta er verkefni sem er óhætt að segja að Sigríður brenni fyrir, enda upplifað það á eigin skinni að fá enga aðstoð þegar hún þurfti sárt á því að halda og augljóst að vöntun hefur verið á úrræði sem þessu.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -