Laugardagur 3. júní, 2023
11.1 C
Reykjavik

Sjáðu árangur Súsönnu! – Sigrún Lilja Gyðja hvetur fólk til að setja sjálft sig í fyrsta sætið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

 Sigrún Lilja Gyðja hvetur fólk til að setja sjálft sig í fyrsta sætið og fara inní haustið með því að stunda sjálfsrækt.

„Það skemmtilegasta sem við gerum er að hjálpa fólki við að bæta heilsu og auka sjálfstraustið.“ Segir Sigrún Lilja sem er konan á bak við líkamsmeðferðarstofuna THE House of Beauty

Sigrún

Sigrún Lilja er hvað þekktust fyrir að hafa ung að aldri stofnað íslenska hönnunarmerkið Gyðju Collection og hannað fjöldann allan af vörum sem slógu í gegn hérlendis og víða um heim á sínum tíma. Hún á og rekur líkamsmeðferðarstofuna The House of Beauty, sem á stuttum tíma hefur orðið vinsæll viðkomustaður Íslendinga sem vilja bæta líkamlegt form og heilsu.

„Ég opnaði THE HOUSE OF BEAUTY fyrir rúmum þremur árum síðan. Við maðurinn minn keyptum litla stofu sem innihélt nokkur tæki með líkamsmeðferðum sem ég nýtti reglulega sjálf með góðum árangri.“ segir Sigrún og heldur áfram „Ég vissi að þessar líkamsmeðferðir væru einnar sinnar tegundar á landinu og gríðarlega öflugar enda stundaði ég þær sjálf og hafði gjörsamlega fallið fyrir þeim.“ Segir Sigrún sem fagnaði þriggja ára afmæli stofunnar í vor ásamt stækkun hennar.

Covid lokanir nýttar til að stækka

„Fljótlega eftir að við opnuðum kom í ljós að húsnæðið var of lítið miðað við eftirspurn, þrátt fyrir rúman opnunartíma. Við erum með opið virka daga, frá 7 og 8 á morgnana og oftast til klukkan 22.00 eða 23.00 á kvöldin og einnig um helgar. Samt var fjögurra vikna bið í meðferðir hjá okkur. Því var ákveðið að stækka stofuna og við nýttum tímann í COVID-lokunum til þess. Við höfum nánast þrefaldað stofuna ásamt því að bæta við öflugu meðferðarúrvali síðan í upphafi.“ segir Sigrún.

- Auglýsing -


The House of Beauty er í Fákafeni 9 og líkamsmeðferðarstofan er öll hin glæsilegasta. Kristalsljóskrónur, speglaflísar og glamúrlúkk með klassísku ívafi skapa þægilegt og afslappað andrúmsloft. „Sköpunargáfan fékk að njóta sín töluvert í þessu verkefni. Ég lét sérframleiða fyrir mig húsgögn erlendis og einnig lét ég sérframleiða speglaflísar sem prýða stóra veggi á göngum stofunnar,“ segir Sigrún.

Árangur viðskiptavina hefur þótt mikill og vakið eftirtekt

- Auglýsing -

„Í hvert skipti sem ný árangurssaga dettur inn þá fyllist maður gleði og þakklæti. Þakklæti fyrir að geta boðið fólki upp á eitthvað sem raunverulega hjálpar einstaklingnum og gleði yfir að sjá ánægjuna sem skín úr andliti viðkomandi.

Árangurssögurnar okkar skipta örugglega hundruðum. Ein er t.d. af konu sem kláraði 10 vikna meðferðarpakka. Hún tók meðferðarpakkann í einum rykk en að vísu með Covid lokunarpásu í 6 vikur og náði gríðarlega flottum árangri.
Hún tapaði 70,5 cm í heildina og þar af 16,5 cm í mittinu. Að auki missti hún 15 kg sem er góður bónus, en markmiðið okkar er aldrei ákveðinn þyngdarmissir heldur sjáanlegur árangur. Þess vegna bjóðum við öllum okkar viðskiptavinum uppá „fyrir og eftir“ myndir til að sjá árangurinn með berum augum,“ segir Sigrún Lilja

„Við þrýstum ekki á fólk að birta myndirnar af sér og fara margir í gegn með glæstan árangur sem aðeins þeir vita af. Það fylgir bara trúnaðinum og er algjörlega eðlilegt miðað við það sem við sérhæfum okkur í, sem eru líkamsmeðferðir. En svo er alltaf sumir sem eru til í að leyfa okkur að birta myndirnar og leyfa fólki að sjá hvað við erum að gera alla daga og okkur þykir mjög vænt um það,“ segir Sigrún.

Ein af nýjustu árangurssögunum er frá Súsönnu Ósk.

„Súsanna var svo yndisleg að leyfa okkur að deila hennar árangri. Hún byrjaði hjá okkur í meðferðum í september sl. með það að markmiði að bæta heilsuna og daglega verki.

En hún kom til okkar sárþjáð og gekk nærri með göngugrind eins og hún segir frá sjálf í viðtalinu.

Árangurinn hennar er glæsilegur en núna mætir hún upprétt með bros á vör til okkar og full af orku í tímana sína. Munurinn frá því að hún gekk fyrst inn haltrandi og gat varla gengið upprétt er í raun ótrúlegur. Að auki hefur hún misst 91 cm í ferlinu sem er góður bónus.“ Segir Sigrún og bætir við:

 „Sögur eins og Súsönnu eru ástæða þess að við erum alltaf tilbúin að leggja hart að okkur við að aðstoða viðskiptavini af fremsta megni til að ná hámarksárangri. Slagorðið okkar er: „Þinn árangur er okkar markmið.“ Það má með sönnu segja að við viljum að þeir sem komi til okkar nái árangri,“ segir hún.

Hér má sjá viðtal við Súsönnu segja frá sinni reynslu.

Fjölda fyrir og eftir mynda viðskiptavina The House of Beauty má sjá á instagrammi stofunnar hér.

Meðferðin sem er að hjálpa gigtarsjúklingum

„Ein af okkar vinsælustu meðferðum er Lipomassage Silkligth, ein öflugasta sogæðameðferð sem hægt er að komast í. Fyrir utan að hafa gríðarlega öflug áhrif á mótun líkama, appelsínuhúð, bjúgsöfnun og staðbundna fitu, þá er þetta meðferðin sem margir kjósa að fara í til að halda niðri verkjum, t.d. vegna gigtar- eða stoðkerfisvandamála. Við fáum marga gigtarsjúklinga til okkar vikulega sem ná að halda niðri verkjum með því að koma í þessa meðferð. Lipomassage meðferðin bætir blóðflæði og dregur úr bólgum og bjúg. Það skemmtilegasta við starfið er að sjá fólk ná góðri heilsu á ný. Eftir að hafa sjálf misst heilsuna og þurft að berjast fyrir því að ná henni aftur þá fyrst gerði ég mér grein fyrir því hversu dýrmæt heilsan er. Ég brenn fyrir því að aðstoða fólk við að byggja upp heilsuna og þessi meðferð er þar gríðarlega öflugt tæki, enda skipta jákvæðar reynslusögur í dag örugglega hundruðum,“ segir Sigrún.

Líkamsmeðferðin sem Vicotia Secret módelin nýta er fáanleg á Íslandi

Ein af meðferðum The House of Beauty nefnist Velashape, en það er meðferð sem er vel þekkt erlendis og þá kannski sérstaklega fyrir að vera lofuð af mörgum stórstjörnum.
„Meðferðin, sem þykir ein sú öflugasta sem völ er á til að vinna á staðbundinni fitu, þétta slappa húð og móta líkamann er ein helsta meðferðin sem Victoria Secret módelin nýta áður en þær fara á svið eða í myndatökur fyrir undirfatarisann til að ná húðinni eins lýtalausri og hægt er. Að auki hafa Khloé Kardashian og Kim Kardashian báðar lofað meðferðina í hástert og sýnt frá því í þáttunum Keeping up with the Kardashians þegar þær fara í meðferðina.“ segir Sigrún Lilja.

Settu þig í fyrsta sætið í haust og taktu þátt í haustáskoruninni SJÁLFSRÆKT

„Það vinsælasta hjá okkur eru svokallaðir „makeover“ pakkar þar sem viðkomandi mætir í valdar meðferðir nokkrum sinnum í viku í nokkrar vikur með ákveðnu markmiði í huga. T.d. erum við með Húð og styrkingar makeover, Húð og grenningar makeover, Heilsueflingu og Tummy tuck sem dæmi,“ Segir Sigrún og bætir við „Núna í þessu Covid ástandi og öllu sem því  hefur fylgt þráir fólk að koma heilsunni og forminu í lag og því fórum við í loftið með svokallaða haustáskorun sem ber nafnið SJÁLFSRÆKT.

Þessi áskorun er fyrir fólk sem er tilbúið að setja sjálft sig í fyrsta sætið með sjálfsrækt.
Það er hægt að velja um 7 mismunandi haust „makeover“ pakka í áskoruninni sem eru á einstökum kjörum og alla pakkana er hægt að velja um lengd, 14 daga, 3 vikna, 5 vikna, 8 vikna eða 10 vikna pakka, fer allt eftir markmiðum viðkomandi.

Fyrir þá sem vita ekki hvaða meðferðir eða pakkar henta þá bjóðum við upp á fría mælingu og ráðgjöf hjá meðferðaraðila sem við bendum fólki á að sé besta skrefið til að byrja. Það er án allra skuldbindinga en þarna er hægt að fara yfir markmið viðkomandi og ráðleggja með hvaða meðferðir henta til að ná því.“ Segir Sigrún og heldur áfram „Árangur er alltaf persónubundinn og er samstarfsverkefni meðferðaraðila og viðskiptavinar. Við gefum tækin og tólin, gefum góð ráð en svo er það á ábyrgð viðkomandi að fara eftir leiðbeiningum til að aðstoða við útkomu meðferðanna.“

Gera ekki kröfu um hreyfingu eða sérstakt mataræði

„Við gerum enga sérstaka kröfu um hreyfingu eða mataræði enda eru þeir sem koma til okkar eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir geta einfaldlega ekki hreyft sig og þurfa því aðstoð okkar til að byggja líkamann upp. En við gefum góð ráð hvað varðar t.d. vatnsdrykkju, gufu, góða næringu og ýmis önnur trikk til að bæta við heilsuna og hjálpa líkamanum til að hámarka árangur hvers og eins. Svo hvetjum við viðskiptavini til dáða í ferlinu og það hefur alltaf jákvæð áhrif líka,“ Segir Sigrún.

En eru meðferðir The Hosue of Beauty fyrir alla?

„NEI er stutta svarið.  Þumalputta reglan er sú að ÞINN ÁRANGUR ER OKKAR MARKMIÐ og ef tilskilinn árangur er ekki að nást fljótlega eftir að prógramm hefst  þá er mikilvægt að láta meðferðaraðila vita svo hægt sé að gera breytingar á prógrammi viðkomandi, því við erum eins misjöfn og við erum mörg og líkami okkar bregst mismunandi við. Því er mikilvægt að grípa inn í og gera breytingar á meðferðarprógrammi ef þörf krefur og þannig höfum við verið að ná góðum árangri.

Fókusinn hjá okkur er ekki að viðskiptavinir missi ákveðinn fjölda kílóa heldur aðstoðum við viðskiptavini að vinna á staðbundnum breytingum á fitusöfnun, slappri húð, bjúg, bólgum, slitum og ýmsu öðru. Við fókusum frekar á að árangur sjáist með berum augum og á myndum heldur en að missa ákveðinn fjölda kílóa. Þó er það oft jákvæð aukaverkun að missa þyngd í meðferðarprógrammi hjá okkur, en það er persónubundið. Meðferðirnar henta heldur ekki þeim sem eru ekki tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og axla ábyrgð á eigin árangri. Árangur byggist á samstarfi meðferða, meðferðaraðila og viðskiptavinar.“ segir Sigrún Lilja.

Fyrir þá sem vilja bóka sér tíma í fría mælingu og ráðgjöf hjá The House of Beauty þá er það hægt á einfaldan hátt HÉR.

Fyrir þá sem vilja kynna sér meðferðir og Haustáskorun The House of Beauty betur þá er það hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -