Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Sigur hjá Erlu – úrskurður endurupptökunefndar felldur úr gildi: „Óska Íslend­ing­um til ham­ingju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úrskurður endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur, var felldur úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp núna áðan.

Mál Erlu fer því til endurupptökudóms; til nýrrar meðferðar og úrskurðar um hvort skilyrði séu fyrir því að endurupptaka þátt Erlu í Geirfinnsmálinu fræga.

Sjálf var Erla mætt til að hlýða á úrskurðinn, en Andri Árnason, ríkislögmaður, sendi á hinn bóginn fulltrúa í sinn stað.

Eins og komið hefur fram þá synjaði Endurupptökunefnd Erlu um endurupptöku á þætti hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu fyrir fimm árum síðan.

Er Erla sú eina af þeim þeim 6 einstaklingum sem hlutu dóma í málunum árið 1980, sem ekki hefur fengið mál sitt tekið upp á nýjan leik.

Erla fékk dóm í Hæstarétti þetta ár fyrir rangar sakargiftir; með því að sammælast um það með Sævari Marínó Ciesielski og Kristjáni Viðari Júlíussyni að þau myndu bera sakir á 4 einstaklinga, oft kenndir við skemmtistaðinn sálugua, Klúbbinn, og þannig myndu spjótin beinast að þeim vegna hvarfs Geirfinns.

- Auglýsing -

Erla var ákærð í málinu fyrir hlutdeild að manndrápi; var sýknuð í Hæstarétti.

Sjálf aðalmeðferð málsins fór fram í nóvember í fyrra þar sem Erla gaf yfirgripsmikla skýrslu, auk átta annarra vitna, og af skýrslutökunum mátti greina að ágreiningur málsins laut að því hvort Klúbbsmennirnir 4 hafi verið bendlaðir við málið af lögreglunni áður en Erla og aðrir sakborningar sögðu frá nöfnum þeirra í skýrslutökum: Og hvernig það kom til að nöfn þeirra voru nefnd.

Við aðalmeðferðina lýsti Erla til dæmis því sambandi sem komst á á milli hennar og rannsóknarmanna; hún var þá kornung nýbökuð móðir.

- Auglýsing -

Erla sagði að hún hefði ekki upplifað sig sem frjálsa manneskju á meðan málin voru til rannsóknar, þótt hún sætti ekki gæsluvarðhaldi allan þann tíma; lýsti þvi hvernig spurningar til hennar um málin hefðu verið leiðandi; hún hefði oftast ekki haft lögmann sér við hlið.

En nú er staðan þannig eftir daginn í dag að mál Erlu fer til endurupptökudóms; til nýrrar meðferðar og úrskurðar um hvort skilyrði séu fyrir því að endurupptaka þátt Erlu í Geirfinnsmálinu fræga.

Eins og við mátti búast þá var Erla Bolladóttir að vonum ánægð eftir úrskurðinn og sagði í samtali við mbl.is að „ég vil bara óska Íslend­ing­um til ham­ingju með þetta.“

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -