• Orðrómur

Sigurbjörn fór í hjartastopp í ellefu mínútur: „Nær dauðanum verður ekki komist“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigurbjörn Bjarnason lenti í hrikalegri lífsreynslu fyrr í mánuðinum þegar hjarta hans stöðvaðist í heilar ellefu mínútur vegna stíflaðrar æðar.

Sigurbjörn er 55 ára gamall búfræðingur og rafvirki sem búsettur er í Lillestrøm í Noregi.

Hann segir svo frá:

- Auglýsing -

„Þetta byrjaði með því að ég fékk mikla verki í báða handleggi, bringu og bak og neðri kjálka.“ Um nóttina vaknar Sigurbjörn með svipaða verki en margfalt verri.

Þá greip sambýliskona hans, hin rúmenska Gianina Calugaru, inn í og hringdi á sjúkrabíl.

- Auglýsing -

Sigurbjörn var þá orðinn verulega verkjaður þegar norsku sjúkraflutningamennirnir mættu á svæðið og urðu viðstaddir þegar hjartað hætti að slá; þar sem Sigurbjörn sat í sófanum stoppar hjartað klukkan 04:42 og en komst í gang ellefu mínútum síðar: „Þannig að ég var ellefu mínútur á einhverju bölvuðu flakki.“

Lilleström þar sem Sigurbjörn býr.

Sigurbjörn segist ekki muna neitt eftir þessu; hann datt alveg út þessar ellefu mínútur þar sem hann flakkaði um í „Sumarlandinu.“

- Auglýsing -

Rafvirkinn lífsglaði segir að eftir þessa hrikalegu lífsreynslu eigi hann ekki að forðast neitt nema heimsku og til heimsku teljast reykingar; hann hefur endanlega drepið í síðasta líkkistunaglanum.

Og hann er bjartsýnn, jákvæður og lífsglaður, hann Sigurbjörn, og feginn að hafa fengið framlengingu á jarðvist sinni því „nær dauðanum verður ekki komist.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -