Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sigurborg reyndi að fela veikindin en gat svo ekki meir: „Ég var hætt að geta staðið í lappirnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, gerði allt til að fela veikindi sín og sýnast vera nógu sterk. Hún ætlaði einfaldlega að harka af sér og bera harm sinn í hljóði en gat svo ekki meir. Hún segir skilið við pólitíkina og setur sjálfa sig í fyrsta sætið.

Sigurborg ræðir veikindi sín í viðtali við Fréttablaðið. Hún rekur þau til of mikils álags í of langan tíma enda þurfi stjórnmálamenn að sætta sig við ótrúlegustu ofsóknir. Yfir Sigurborgu hefur meðal annars verið hraunað í sturtunni í Vesturbæjarlauginni og hún fær ítrekað heiftúðleg skilaboð. „Þau eru yfirleitt frá eldri karlmönnum. Sumir skilja eftir bréf heima hjá mér. Aðrir senda manni SMS svo maður kemst ekki hjá því að sjá það. Ég upplifi áreiti úti á götu … ég er að hjóla einhvers staðar og það er öskrað á mig. Það er baunað yfir mig þegar ég er í sturtu í Vesturbæjarlauginni, þegar ég er að taka leigubíl eða hvað sem er, það bara stoppar ekkert,“ segir Sigurborg og heldur áfram:

„Þegar maður vinnur í pólitík … þá ertu bara í vinnunni frá því að þú vaknar og þangað til að þú sofnar. Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig. Mér fannst ég aldrei vera að gera nóg, mér fannst ég aldrei standa mig og var alltaf að reyna að gera betur hvern einasta dag.“

Vildi ekki sýna veikleika

Í dag er Sigurborg í gigtarrrannsóknum og glímir við mikið þunglyndi. Á undanförnum misserum fór hún tvívegis í löng veikindaleyfi frá vinnu en reyndi allt til að fela það. „Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Mér fannst ég þurfa að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigurborg en í nóvember síðastliðinum gafst líkaminn upp.

„Ég var bara alveg komin upp að vegg. Ég var hætt að geta staðið í lappirnar. Ég var algjörlega búin með alla orku og komst ekki fram úr á morgnana, gat ekki hugsað um mig né börnin mín. Þetta er í rauninni algjör örmögnun, þar sem þú ert bara algjörlega máttlaus, hefur enga orku og ert bara síþreytt.“

- Auglýsing -

Sigurborg segir að veikindin hafi hlaðist smátt og smátt saman upp. „Ég vildi aldrei viðurkenna að ég væri þunglynd. Af því að mér fannst ég ekki eiga rétt á því. Ég væri bara á góðum stað í lífinu, með heilbrigð börn og vinnu, af hverju í ósköpunum ætti ég að vera þunglynd? Ég er náttúrulega bara númer eitt, tvö og þrjú núna að hugsa um að ná heilsu aftur. Ég hef ekkert leyft mér að hugsa neitt lengra út af því að ég get bara tekið eitt skref í einu,“ segir Sigurborg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -