• Orðrómur

Sigurður G. um kæru Þórhildar Gyðu: „Ég lifi í voninni, eins og Stjórnin söng“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá árás og áreitni Kolbeins Sigþórssonar fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu á skemmtistað árið 2017, hefur kært lögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Persónuverndar og úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands.

Ástæða kærunnar er sú að Sigurður birti á Facebook-síðu sinni myndir af rannsóknargögnum úr sakamálinu, sem var síðar fellt niður eftir að leikmaðurinn gerði samkomulag við Þórhildi og greiddi miskabætur.

Hún vakti miklar athygli færslan sem Sigurður skrifaði á Facebook; þar birti hann gögn úr sakamáli sem tengdist kæru Þórhildar Gyðu og annarrar konu á hendur Kolbeini. Málið var fellt niður eftir að Kolbeinn greiddi þeim báðum miskabætur og játaði sök.

Mannlíf náði tali af Sigurði G. og var hann hinn spakasti þegar hann var spurður hvort hann hefði átt von á þessari kæru:

„Já, það var eiginlega búið að koma fram í viðtali að hún og lögmaðurinn hennar myndu kæra, þannig að ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér neitt á óvart.“

- Auglýsing -

Sigurður G. sagði einnig að hann væri ekki búinn að fá kæruna í hendurnar og gæti því ekki tjáð sig efnislega um hana:

„Ég bíð eftir að fá kæruna.“

Ertu bjartsýnn á sigur í þessu máli?

- Auglýsing -

Já, já, ég er alltaf bjartsýnn og þessi kæra truflar ekkert svefninn hjá mér. Ég er bara einn af þeim sem lifi í voninni, eins og Stjórnin sagði um árið,“ sagði Sigurður G.

En þá aðeins aftur að kærunni.

Gunnar Ingi Jóhannsson.

Gunnar Ingi Jóhannsson er lögmaður Þórhildar og í kæru sinni til lögreglu segir hann að Sigurður hafi með færslu sinni misfarið með persónuupplýsingar og rannsóknargögn; einnig brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar; gerst brotlegur gegn lögum um þagnarskylduákvæði.

Þá er í kærunni meðal annars vikið að því að Sigurður hafi haldið því fram að hann hafi birt gögnin sem einkapersónan Sigurður G. Guðjónsson og það segir Gunnar Ingi að sé rangt.

Vill meina að Sigurður hafi með þessu verið að reyna að koma sér undan trúnaðar-og þagnarskyldum og ábyrgð sem á honum hvíli samkvæmt lögum.

Einnig er þess krafist að lögreglan kanni hvaðan Sigurður fékk gögnin en lögmaðurinn segir að leiða megi líkur að því að hann hafi fengið þau frá Kolbeini eða lögmanni hans.

Í kærunni til Persónuverndar er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu persónuupplýsinga og gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi og ekki haft neina heimild til að vinna upplýsingarnar né birta þær opinberlega.  Í kærunni er bent á að Sigurður G. sé forseti dómstóla KSÍ og þiggi fyrir það laun og sé auk þess stjórnarmaður í félaginu Bakarameistarinn sem sé í eigu foreldra Kolbeins Sigþórssonar.

Í kærunni til úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins er þess krafist að Sigurði verði veitt áminningu eða hann beittur strangari viðurlögum.  Þar kemur fram að 400 manns hafi sýnt viðbrögð við færslu Sigurðar, 90 hafi deilt henni og 800 ummæli verið skrifuð.

Lögmaður Þórhildar segir að færslan og birting gagnanna hafi haft þann tilgang einan að niðurlægja hana og villa um fyrir almenningi að hún hafi á einhvern hátt logið um málavexti.

Yfirbragð færslunnar sé ljóst, þetta hafi verið tilraun til að niðurlægja Þórhildi og draga úr trúverðugleika hennar sem brotaþola í sakamáli „og um leið drusluskamma hana.“ Færslan hafi farið víða meðal almennings sem ekkert erindi átti með að sjá gögnin.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -