Sigurður Helgi alsæll: Laus við hálfa kind

Deila

- Auglýsing -

Sigurður Helgi Pálmason, safnvörður Seðlabanka Íslands og söngvari er hæstánægður með árangur sinn heilsufarslega séð.

 

Þann 1. janúar 2018 steig hann á vigtina og var orðinn 116,2 kíló að eigin sögn. Núna í vikunni komst hann niður í 89,1 kíló. Er hann því búinn að losa sig við 27,1 kíló eða um hálfa kind, eins og hann segir í færslu á Facebook.

Birtir Sigurður síðan mynd af sér frá því í janúar 2018, auk myndar af kind.

- Advertisement -

Athugasemdir