Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Sigurður í lífshættu með blóðeitrun í fangelsinu: „Þeir hefðu getað drepið hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Systir Sigurðar Kristinssonar segir að fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði hafi verið hársbreidd frá því að bana bróður sínum, sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Hún er ofboðslega reið út í stjórn fangelsismála sem hún segir að sýni hvorki auðmýkt né vott af því að þau beri ábyrgð á mönnum sem hafa verið frelsissviptir.

Sigurður var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Skáksambandsmálinu svokallaða, þegar gerð var tilraun til innflutnings á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni árið 2017, og afplánaði hann nú dóminn í fangelsinu á Hólmsheiði. Þar veiktist hann illa fyrir viku síðan af blóðeitrun og fullyrðir systir hans að honum hafi verið margneitað um læknisaðstoð. Aðspurð segir hún að Sigurður sé nýkominn úr öndurvélinni og vonir standa til að hann nái sér með tímanum. Litli bróðir hennar kemur líklega til með að vera margar vikur inniliggjandi í bataferli enda náði sýkingin bæði í lungu Sigurðar og hjarta.

Sigurður fékk blóðeitrun í fangelsins og telja læknar hann hafa verið hársbreidd frá dauðanum.

„Við erum alveg ofboðslega reið. Batinn verður rosalega hægur því hann var orðinn svo ofboðslega veikur og ekki var haft samband við lækni þrátt fyrir að hann margbað um það því hann vissi að vel að hann væri alvarlega veikur. En þeir neituðu ítrekað að hringja á lækni eða sjúkrabíl. Hann var bara á lokametrunum þegar sjúkrabíllinn kom. Þeir hefðu getað drepið hann,“ segir systirin.

Að sögn systurinnar þrábað Sigurður fangaverði um aðstoð en hjálparbeiðnum hans var ítrekað hafnað. Hann lá fárveikur í klefa sínum í tvo daga og var fluttur nærri dauða en lífi á sjúkrahús. Systirin bætir því við að Sigurður bróðir sinn hafi legið inni á spítala í rúman sólarhring áður en fjölskylda hans var látin vita. „Við skyldum ekkert í þessu hvers vegna við heyrðum ekkert í honum. Við höfðum ekki hugmynd um að hann lægi í lífhættu á gjörgæslu. Þegar við kvörtuðum yfir því fengum við þau svör að þeim bæri ekki að tilkynna okkur þetta, það væri ekki í þeirra verkahring. Fyrir okkur fjölskylduna er það hræðilegt að hann hefði getað dáið á spítalanum án þess að við vissum nokkuð af því,“ segir systirin í samtali við Mannlíf.

Eðlilega var systirin logandi hrædd um líf bróður síns. Hún er reið Páli Winkel fangelsismálastjóra og biður hann um að hætta öllu yfirklóri. „Þetta er búið að vera algjör hryllingur og hann búinn að vera berjast fyrir lífi sínu. Af hverju voru þeir svona vondir við hann? Læknarnir hafa ekki viljað segja of mikið en segja hann vera alveg ofboðslega sterkan. Núna tekur bara við langt bataferli. Svör Páls í þá veru að allir fangar fái hjálp, er niðurlægjandi fyrir bæði bróður minn og alla fjölskylduna. Að svara svona finnst mér ansi kalt, þessi fangi fékk ekki hjálp og ég er mjög reið yfir því að menn ætli að reyna firra sig ábyrgð í stað þess að sýna auðmýkt og vinna með fjölskyldunni. Við erum ekkert að biðja um meira,“ segir systir Sigurðar.

- Auglýsing -

Systirin sendi bróður sínum baráttukveðju á Facebook. „Þessi elska kallast nú litli bróðir minn en frá því hann var pínulítill gutti hefur hann meira litið á sig sem stóra bróður. Hann hefur alltaf passað vel upp á systur sína og tekið því hlutverki alvarlega og með einstakri umhyggju. Í þetta skiptið er komið að stóru systir að sína þér styrk og halda í hendina þína og það ætla ég sko að gera alla leið. Ég elska þig endalaust og veit að þú kemst í gegnum þessi veikindi því þú ert sterkasta manneskja sem ég veit um og eins og læknarnir segja lýsir þér best „þessi strákur er gerður úr einhverju allt öðru en við hin.“ Það voru nú ekki neinar fréttir fyrir okkur elsku hjartað mitt og þess vegna veit ég að þú sigrar,“ segir systirin og bætir við:

„Á meðan ætla ég að vera sterk stóra systir og halda í höndina þína og við leiðumst saman í gegnum þetta. Eins og þú segir sjálfur þá er fullt af brekkum í lífinu og þá þurfum við að vera sterk og réttum bara úr okkur og göngum þær og þá komumst við á toppinn. Elska þig elsku hjartað mitt þín stóra systir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -