Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Sigurður lést á Spáni: „Engin orð fá því lýst hvað söknuðurinn og sorgin er mikil“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sig­urður Pét­urs­son, varðstjóri, golfkennari og fararstjóri er látinn, sextugur að aldri. Sigurður var einn þekktasti golfspilari landsins og þrefaldur Íslandsmeistari. Sigurður var staddur á eyjunni La Gomera í Kanaríeyjaklasanum þegar hann lést en þar starfaði hann sem fararstjóri golfáhugafólks.

Sigurður byrjaði sem barn að aldri leita að golfboltum fyrir kylfinga sem síðar þróaðist í að hann gerðist kylfusveinn. Í viðtali Morgunblaðið á síðastliðnu ári sagði Sigurður sig og æskuvinina hafa fengið ágætlega borgað fyrir „og meira að segja pylsu og kók eftir hringinn.” Sigurður byrjaði golfferilinn með steypustyrktarjárnum aðeins níu eða tíu ára gamall. Hann minntist þess í fyrrnefndu viðtali að bílar, rúður og ljósastaurar í Árbænum hefðu fundið vel fyrir golfáhuganum og hefðu þeir félagar verið vinsamlegast beðnir um að færa sig upp á golfvöll.

Blessuð sé minning Sigurðar.

Sigurður varð meðlimur í golfklúbbi Reykjavíkur árið 1971, ellefu ára að aldri. Hans beið glæsilegur ferill. Sigurður tók virkan þátt í starfi klúbbsins, var þrefaldur Íslandsmeistari árin 1982, 1984 og 1985 og þriðji í valinu á íþróttamanni ársins árið 1985. Sigurður var fyrsti íslenski kylfingurinn sem reyndi fyrir sér sem atvinnumaður í íþróttinni, menntaður PGA kennari frá Svíþjóð og náði þeim árangri að hafa keppt í golfi í nánast hverju einasta landi í Evrópu.

„Það er með mikilli sorg í hjarta að við fjölskyldan tilkynnum að okkar ástkæri pabbi og eiginmaður lést í morgun. Engin orð fá því lýst hvað söknuðurinn, sorgin og tómleikinn er mikill. Eftir lifir minning um einstakan mann sem svo margir elskuðu og dáðu,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar.

Gríðarlegur fjöldi fólks hefur sent fjölskyldunni samúðarkveðjur og hafa margir rifjað upp góðar stundir í félagsskap Sigurðar, ekki síst vegna kímnigáfu hans og hlýju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -