• Orðrómur

Sigurður var slóttugasti svikahrappur Íslandssögunar – Sveik milljónir af ekkju með Alzheimer

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Hann kom til mín og sagðist geta hjálpað mér að græða. Ég tók þessu fá­lega en hann var sann­fær­andi og nán­ast dá­leiðandi. Enn eru 5,3 milljónir ógreiddar.” Svo mæltist einu af tugum fórnarlamba Sigurðar Kárasonar, eins afkastamesta og slóttugasta svikahrappi Íslandssögunnar.

Slóð Sigurðar er sviðin jörð fjársvika, átaka, deilna og dóma.

Spilakassar, tívolí og krabbameinssjúk börn

- Auglýsing -

Sigurður hóf „feril“ sinn með rekstri spilakassa við Hlemm í Reykjavík. Árið 1985 festi hann kaup á Hótel Borg og vakti það mikla athygli. Fjórum árum síðar var hið fornfræga hótel selt á nauðungaruppboði. Árið 1986 hóf Sigurður Tívólíævintýrið svonefnda í Hvergerði. Mun hann hafa falsað gögn til að lokka að fjárfesta sem allir töpuðu fé sínu enda var mikið havarí í kringum reksturinn og varð Tívolíið gjaldþrota árið 1990. Svo fór að Sigurður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi 1989 fyrir að hafa haldið eftir vörslufé af launum starfsmanna Tívolísins svo og Hótel Borgar.

Árið 1997 rakti DV ítarlega samskipti Sigurðs við hjónin Aron Guðbrandsson, þáverandi forstjóra Kauphallarinnar og konu hans, Ásrúnar Einarsdóttir en hann hafði verið heimagangur hjá þeim hjónum frá unga aldri. Aron lét eftir sig stórfé við lát sitt sem hann arfleiddi konu sína að, en þau hjónin voru barnlaus. Að henni látinni skyldi fénu varið til krabbameinssjúkra barna.

Krabbameinssjúku börnin sáu aldrei aur af arfi Arons.

- Auglýsing -

Misneyting á ekkju með Alzheimer

Sigurður sótti enn frekar í félagsskap Ásrúnar eftir lát manns hennar og fullyrtu heimildamenn DV, sem vel þekktu til, að á milli 80 og 100 milljónir hafi runnið úr dánarbúinu í alls konar viðskiptaævintýri sem ekkert spurðist frekar til.

Svo fór að Sigurður var dæmdur í maí 1999 í 20 mánaða fangelsi fyrir misneytingu með því að fá Ásrúnu til að taka 30 milljónir af reikningi sínum og millifæra yfir á sig. Á þessum tíma var Ásrún orðin háöldruð og þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum. Segir í dóm að um sé að ræða stórfellt trúnaðarbrot gegn gamalli konu sem hafi treyst á vináttu hans. Það vakti síðan mikla athygli þjóðarinnar þegar þáverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, náðaði Sigurð fyrir svikin gegn Ásrúnu. Var Ólafur Ragnar harkalega gagnrýndur í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í kjölfarið.

- Auglýsing -

Sveik út á annað hundrað milljónir

Árið 2014 komst Sigurður enn og aftur í fréttirnar þegar hann var sakaður um að hafa svikið á annað hundrað milljónir króna út úr sextán einstaklingum, en brotin voru framin á árunum 2006 til 2010. Svikamylla Sigurðar gekk út á það að fá einstaklinga til að leggja inn á hann peninga, sem hann sagðist meðal annars ætla að nýta til gjaldeyrisviðskipta og til kaupa á krónubréfum. Fólkið átti svo að njóta ávöxtunar sem yrði til vegna viðskiptanna við Sigurð. Ekkert varð þó um efndir en Sigurður er talinn hafa notað peningana til að greiða eldri skuldir og eins til eigin framfærslu.

Bar fjöldi fórnarlamba Sigurðar honum illa sögunni við vitnaleiðslur í málinu og sögðu sumir sig fleiri milljónum fátækari eftir viðkynninguna. Frábað Sigurður aftur á móti allar sakir og lýsti sig saklausan af málinu.

Einstök tungulipurð og sannfæringarkraftur

Það vekur athygli hversu fljótt Sigurður náði að plata fé úr fólki og virðist tungulipurð hans og sannfæringakraftur hafa verið með ólíkindum. Hann mun mun hafa verið afar trúverðugur en ýtinn og rök­stutt mál sitt með bréf­um frá lög­mönn­um og banka­stofn­un­um.

Tökum nokkur dæmi: Sigurður vandi komur sína á ákveðna bensínstöð og vingaðist við stöðvastjórann sem lét glepjast af fagurgalanum og afhenti Sigurði 4,9 milljónir á árunum 2006 til 2008.

Annar fastur viðkomustaður Sigurðar var vínbúð þar sem Sigurður sérpantaði vín og sá ávallt sami starfsmaður um pöntunina og tóku þeir reglulega tal saman. Svo fór að vínbúðastarfsmaðurinn stóð uppi 5,3 milljónum fátækari eftir þriggja ára kynni við Sigurð árið 2009.

Árið 2008 lenti Sig­urður í um­ferðaró­happi sem hann átti eftir að nýta sér til hins ítrasta. Hann hringdi reglulega í hinn ökumanninum og spurði hlýlega eftir líðan hans. Fljótlega barst talið að fjárfestingatækifærum og tapaði ökumaðurinn 3,6 milljónum sem Sigurður lofaði að hann myndi margfalda með viðskipti með fram­virka gjald­miðlasamn­inga.

Bílinn tók hann aftur á móti á verkstæði og gaf sig á spjall við eigandann. Sagði eigandi verkstæðisins Sigurð hafa komið vel fyrir og virst hafa mikla fjármálaþekkingu. Endaði verkstæðiseigandinn á að tapa 7 milljónum.

Plataði prestinn um tíu milljónir

Í frétt Morgunblaðsins segir af því að þegar dóttir Sigurðar var í fermingarfræðslu hjá séra Erni Bárði Jóns­syni hafi Sigurður byrjað að venja komur sína í kirkjuna. Svofór að þeir vinguðust, snæddu hádegismat reglulega saman og ræddu málin.

Séra Örn sagði Sig­urð hafa beðið um hjálp við að leysa úr gjald­miðlasamn­ingi hjá Seðlabanka Íslands. „Ég hafði enga ástæðu til að vantreysta hon­um. Ég lét hann fá ákveðna upp­hæð og hann seg­ist ætla að borga til baka eft­ir viku. Hann kom með helm­ing­inn en sagðist þurfa meiri pen­ing.”

„Hann sór við gröf föður síns“

Örn Bárður greiddi Sig­urði 9,9 millj­ón­ir í 15 færsl­um. Hann sagði Sig­urð hafa spunnið ótrú­leg­ar sög­ur og sýnt mikla leik­fimi við að halda þessu gang­andi. Ég þarf millj­ón eft­ir há­degið og þá ert þetta komið,” sagði Örn að Sig­urður hafi eitt sinn sagt. „Hann sór við gröf föður síns. Þetta er það versta sem ég hef lent í á æv­inni.”

„Hefði helst vilja gleyma þessu máli“

Dögum saman stigu fram vitni fyrir Héraðsdómi og voru sögurnar keimlíkar. Með annars vitnaði maður um að hafa látið Sigðurði í té andvirði nýseldrar jarðar sinnar, alls 13 milljónir. Þær sá hann aldrei framar. „Maður skamm­ast sín fyr­ir það en ég trúði að þetta myndi skila sér. Ég hefði helst vilja gleyma þessu máli.”

Svo fór að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sigurð í tveggja og hálfs árs fangelsi í mars 2014 fyrir svikin og var honum einnig gert að greiða fórnarlömbum skaðabætur.

Hæstiréttur staðfesti dóminn tveimur árum síðar þó með þeim formerkjum að efni væri til þyngri refsingar, en vegna tafa málsins var fyrri dómur staðfestur.

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -