Mánudagur 26. september, 2022
3.8 C
Reykjavik

Sigurgeir segir eftirlitið pervertískt: „Óhjákvæmilegt að neðrihluti líkama yrði í mynd“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sigurgeir Jónsson, smábátasjómaður í Suðurnesjabæ, segir eftirlit Fiskistofu komið út fyrir allan þjófabálk. Nú ætli stofnunin að fylgjast með sjómönnum með drónum og nær eftirlitið nær alla leið heim til hans. Sigurgeir segir að trillukarlar munu bregðast við þessu með því að bera sig að neðan fyrir myndavélununm.

Sigurgeir segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu. „Á vef Fiskistofu er hinn 7. janúar 2021 frétt frá stofunni um að hún hafi tekið í notkun dróna við eftirlit. Í fréttinni kemur fram að drónarnir verði notaðir við eftirlit á sjó, vötnum og landi. Í fréttinni er tekið fram að aflað hafi verið allra tilskilinna leyfa. Líka er sagt til hverra menn eigi að snúa sér ef þeir vilji frekari upplýsingar og hafði undirritaður samband við deildarstjóra veiðieftirlits Fiskistofu og spurði um útgáfu leyfanna og hvort sjávarútvegsráðherra eða einhver í hans umboði hefði gefið leyfi fyrir notkun drónanna í höfnum eða yfir fiskiskipi við löndun eða hver önnur störf sem fylgja fiskiskipi.“

Hann segir Kristján Þór Júlíusson hafa leyft þetta eftirlit. „Ekki var annað á deildarstjóranum að skilja en sjávarútvegsráðherra hefði leyft ótakmörkuð afnot drónanna við eftirlit, þar með talið að fylgjast með skipverjum við komu að skipi eða brottför, allt að dyrum heimilis skipverjans, í raun mætti Fiskistofa fylgjast með skipverjanum allan sólarhringinn hvar sem næðist til hans. Fyrir tveimur árum viðraði þáverandi fiskistofustjóri þá hugmynd að setja um borð í trillur sem önnur fiskiskip myndavélar til að Fiskistofa gæti fylgst með skipverjum við störf sín. Sagðist Fiskistofa vera með heimild frá ráðherra til að fara í þetta,“ segir Sigurgeir.

Hann bendir svo á að Fiskistofa muni sjá ófá typpi ef þetta verður raunin. „Fiskistofa var spurð hvort henni væri kunnugt um að í fæstum þeim fleytum sem stunda handfæraveiðar væri önnur salernisaðstaða en borðstokkurinn, sem myndavélin ætti að mynda, eða fata og óhjákvæmilegt væri að neðrihluti líkama manna sem væru að gera þarfir sínar yrði í mynd við eftirlitið sökum smæðar þeirrar fleytu sem Fiskistofa teldi nauðsynlegt að fylgjast með ef eyðing fiskstofna á Íslandsmiðum ætti ekki að eiga sér stað,“ segir Sigurgeir.

Hann segir ráðherra að skammast sín fyrir að vilja taka upp á myndband þegar trillukallar gera þarfir sínar. „Ekki hefur enn orðið af því að Fiskistofa komi með myndavélar um borð í smæstu klósettlausu trillur en nú skulu það vera drónar fyrir starfsmenn Fiskistofu að leika sér með og vísað er í ESB, þaðan sem allt gott á víst að koma. En trillukarlar munu halda áfram að gera þarfir sínar úti á dekki á klósettlausum trillum og veifa afturendanum við verkið hvort sem dróni frá ráðherra strandveiða og grásleppu er við myndatöku af viðburðinum eða ekki. Nei ráðherra, svona á ráðherra ekki að gera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -