Þriðjudagur 25. janúar, 2022
3.8 C
Reykjavik

Sigurjón kemur Eiði Smára til varnar: „Eiður Smári er breyskur maður eins og við öll“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hinn þrautreyndi fréttahaukur, Sigurjón Magnús Egilsson, ritar pistil á síðunni midjan.is þar sem hann kemur Eiði Smára Guðjohnsen til varnar:

„Enginn fótboltamaður íslenskur hefur unnið eins mikið og stórt og Eiður Smári. Engum hefur tekist að skýra út leikkerfi og spil einstakra liða fyrir okkur og Eiður Smári. Það er óásættanlegt að KSÍ hafni honum. Eiður Smári er breyskur maður. Eins og við flest erum. Miðað við frásagnir gerði hann ekkert það, í hófi Knattspyrnusambandsins, sem á kosta brottrekstur.“

Sigurjón rifjar það upp þegar Eiður Smári var upp á sitt besta:

„Munum þegar Eiður Smári lék með Chelsea og Barcelona kom hann ítrekað til að spila með landsliðinu. Hvert sem gengi landsliðsins var mætti Eiður Smári.“

 

- Auglýsing -

Að mati Sigurjóns er það því „með ólíkindum að þegar Eiði Smára er sagt upp störfum skuli það gert af Knattspyrnusambandi Íslands. Nær væri að styðja Eið Smára þarfnist hann aðstoðar. Hann á það skilið.

Eiður Smári er okkar maður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -