Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sigurjón og Gunnar Smári eru með blátt blóð: „Viðkvæmt mál innan fjölskyldunnar”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir eru líklega þeir á Íslandi sem eiga mest tilkalla til dönsku krúnarinnar. Það er talið að afi þeirra hafi verið launsonur Kristjáns IX Danakonungs. Sigurjón segir frá þessu í viðtali við Mannlíf. 

Báðir eru þeir miklir vinstri menn og Gunnar Smári sérstaklega áberandi sem helsti kyndilberi sósíalískrar hugsjónar á Íslandi. Enginn er sósíalisti án þess að vera illa við aðalstétt og því engin furða þetta sé lítið þekkt. 

„Þetta er svolítið deilumál. Langamma mín eignaðist dreng, Karl Karlsson, og hún upplýsti aldrei hver pabbinn væri en sagði þó einum afkomanda sínum, ég man ekki hver það var, að það hafi verið Kristján, krónprins Dana, síðar Kristján IX Danakonungur. Þetta er mikið tilfinningamál. Við viljum alveg meina að þetta sé svona,“ segir Sigurjón sem segist fyrst hafa heyrt um þetta þegar hann var unglingur. 

„Það er þá blátt blóð í okkur. Þetta var viðkvæmt mál innan fjölskyldunnar eða á meðal barna Karls. Kynslóð mín hefur hins vegar gaman af þessu. Við brosum að þessu. Ég kann vel við Danmörku. Bara alveg virkilega. Við gerum hins vegar ekki tilkall til dönsku krúnunnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -