Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Sigurjón segir uppgjör í vændum: „Hræðsla, örvænting og grátur allsráðandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurjón Hafsteinsson, íbúði í Reykjanesbæ, segir mikilvægt að íslenska þjóðin standi saman gegn auðvaldinu. Aðeins þannig verði komið í veg fyrir að kreppunni framundan verði varpað á herðar almennings. Sú sé stefna íslenskra stjórnvalda.

Þetta kemur fram í máli Sigurjóns í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Þar kemur hann meðal annars inn á hið skelfilega atvinnuástand í sínum heimabæ. „Talandi um atvinnuleysi og það sem slíku böli fylgir þá mun lausn stjórnvalda aldrei verða sú að velta kreppunni alfarið yfir á almenning, sú aðferðafræði er liðin tíð og það er deginum ljósara að fjölskyldurnar, heimilin, ellilífeyrisþegar og öryrkjar munu aldrei samþykkja slíkt án þess að til verulegrar mótspyrnu komi. Það eru kosningar til Alþingis á komandi ári og öll tromp eru á höndum ofangreindra hópa; tími réttlætis og jafnaðar er genginn í garð og það ætti öllum kjörnum fulltrúum og þeim sem kalla eftir nýju umboði þjóðarinnar að vera orðið ljóst. Umvefjum hvert annað kærleika, trú og festu fyrir átökin fram undan í að gera Ísland betra en það er fyrir alla, óháð stöðu og efnahag viðkomandi,“ segir Sigurjón ákveðinn.

„Ég sé fyrir mér afskriftir um 40 prósent skulda yfir alla línuna, það er það eina sem gæti hugsanlega komið okkur út úr þeirri kreppu sem blasir við okkur næstu árin.“

Sigurjón segir almenning í landinu upplifa bara eymd og þunglindi þegar störfin í landinu eru ekki tryggð. Þannig minnki bæði ráðstöfunartekjur og svartsýni eykst. „Enn þann dag í dag lifir fjöldi barna við sára fátækt hér á landi, enn höfum við einstaklinga sem þurfa að lifa undir fátæktarmörkum, hræðsla, örvænting, grátur og gnístran tanna er allsráðandi. Þetta er einmitt sú staða sem ofangreindir hópar fólks upplifa í landi allsnægta, Íslandi, þar sem allir eiga að geta haft það skítsæmilegt. Þessu ætlum við að breyta og það mun gerast með samtakamætti þjóðarinnar því uppgjör er í vændum á nýju ári,“ segir Sigurjón og bætir við:

„Ég hef oft spurt mig þeirrar stóru spurningar um hvað pólitíkin snúist í dag og alltaf komist að sömu niðurstöðu: Stefna stjórnvalda hér á landi er að koma skuldum auðvaldsins (hrunsins) yfir á almenning, rétt eins og gerðist eftir hrun fjármálakerfisins. Við erum öll í sama liðinu og afskriftirnar skulu ná yfir okkur öll en ekki bara fáa útvalda, rétt eins og raunin hefur verið hjá stjórnvöldum þessa lands gegnum tíðina. Ég sé fyrir mér afskriftir um 40 prósent skulda yfir alla línuna, það er það eina sem gæti hugsanlega komið okkur út úr þeirri kreppu sem blasir við okkur næstu árin. Afskriftir skulda skulu ná yfir okkur öll en ekki bara fáa útvalda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -