Miðvikudagur 6. desember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Síminn hættir við jólaglögg vegna glæpagengja: „Kannski öruggara að fá að taka þetta seinna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Átökin í undirheimunum hafa orðið til þess að starfsmannafélag Símans hefur ákveðið að fresta jólaglöggi starfsfólks sem átti að fara fram á morgun. Ríflega 150 starfsmenn höfðu boðað komu sína en hótanir um árásir í miðbænum um helgina hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum.

Sá orðrómur gengur nú fjöllunum hærra að almenningur ætti að halda sig heima um næstu helgi og forðast djamm í miðbænum. Téður orðrómur snýst um það að um helgina megi búast við hefnaraðgerðum vegna hnífaárásarinnar á Bankastræti Club.

Sjá einnig: Almenningur varaður við djammi í bænum: „Þeir ætla um næstu helgi að stinga RANDOM FÓLK“

Inga María Hjartardóttir er í stjórn starfsmannafélags Símans og segir hún að ástandið í undirheimunum hafi orðið til að jólaglöggið fari ekki fram á morgun.

„Það er í rauninni bara út af þessu ástandi sem er komið upp varðandi skemmtanalíf í miðbænum, því miður. Og auðvitað öll þessi skjáskot sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það var kominn svona óhugur í starfsmannahópinn, þannig þetta var svoldið svona okkar sameiginlega ákvörðun, bara öryggisins vegna,“ segir Inga María í samtali við Vísi:

„Við sáum okkur ekki annan kost í stöðunni en að fresta þessu fram í janúar og taka stöðuna svoldið þá. Þetta er náttúrulega óvissan sem er að skapa hve mestan óhug hjá okkur. Þannig að okkur fannst kannski vissara að fá að fá að fresta þessu aðeins. Og þó að tilhlökkunin hafi verið mikil og stefndi í flott partý að þá var kannski öruggara að fá að taka þetta aðeins seinna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -