Simmi Vill, missti bílprófið nýverið.
Hann sagði söguna í nýjasta þætti af hlaðvarpinu 70 mínútur; Simmi viðurkennir að ástæðan fyrir bílprófsmissinum vera þá að hann hafi keyrt undir áhrifum áfengis.
„Ég var búinn að fá mér, ég ætla ekki að segja að ég hafi talið þá, en þetta hafa verið þrír til fimm bjórar á þriðjudagskvöldi. Við erum að tala um lítinn dósabjór, ekkert mál. Þannig var kvöldið. Ég er ekki að réttlæta þetta, en hugmyndirnar sem maður sjálfur er með, varðandi hvað maður hefur innbyrt mikið áfengi, eru kannski svolítið skakkar. Ég vona að þeir sem eru að hlusta og hafa lent í svipuðum aðstæðum, að þeir taki ekki ákvörðun um að keyra.
Það er ekki það sem ég er að réttlæta, ég er ekki að réttlæta þetta í eina mínútu, ég stórskammast mín fyrir þetta. Aðstæðurnar voru samt þessar að ég var heima hjá mér, var að horfa á fótbolta, fékk mér bjóra, veit ekki hvort þeir voru fjórir eða fimm, klárlega ekki meira en það og ég var að fara að sofa,“ segir Simmi og bætir við:
„Það er auðvitað stórhættulegt,“ en Simmi segir að hann hafi þá hann fengið símtal frá Securitas um að öryggiskerfið væri komið í gang í Minigarðinum í Skútuvogi; Simmi býr í Mosfellsbæ; það náðist ekki í þá tvo aðila sem er haft samband við á undan honum er svona mál koma upp; Simmi hafi ákveðið að „græja þetta. Á þeim tímapunkti, og ég segi það satt, þá einfaldlega hvarflaði ekki að mér að það væri áfengi í mínu blóði. Hvorki var ástandið mitt statt þar né nokkuð annað. Þannig ég stökk upp í bílinn eins og ekkert væri og keyrði niður eftir,“ segir hann og bætir við á heimleiðinni hafi hann verið stöðvaður af lögreglu að keyra upp Ártúnsbrekkuna.