• Orðrómur

SJÁÐU MYNDIRNAR! – Thelma hljólar í sauðfjárbændur: „Þetta hefur viðgengist í áratugi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Thelma nokkur hefur fengið nóg af útigöngu illa hirts sauðfjárs hér á landi. Hún segir magn kinda sem gangi lausar alltof mikið með tilheyrandi óþrifnaði og skemmdarverkum.

Thelma ritar um þetta færslu og birtir þar jafnframt myndir af illa hirtum kindum í Borgarbyggð. Hún segir:

„Má til með að birta hér myndir af kindum sem ganga lausar í Borgarfirði og af útgangi þeirra að dæma eru þær allar útigengnar. Í það minnsta ekki hirtar.“

- Auglýsing -

Og Thelma heldur áfram. „Hér er Mast og Borgarbyggð að klikka. Borgarbyggð ver þennan ágang með kjafti og klóm. Magn kinda sem ganga úti á veturna í kringum okkur að öll skjól eru fullnýtt, með tilheyrandi óþrifnaði og skemmdarverkum. Það er efni í aðra myndasyrpu að birta að birta ástandið á húsakostinum hjá okkur, en þetta hefur viðgengist í áratugi.“

Gunnar sauðfjárbóndi gerir færslu hennar að umtalsefni í fjölmennum hópi Sauðfjárbænda hérlendis á Facebook. Þar segir hann:

- Auglýsing -

„Svona umhirða er sauðfjárrækt í landinu örugglega ekki til framdráttar.“

Annar Gunnar, sem líka er sauðfjárbóndi, leggur líka orð í belg. „Maður sér nú rollur í tveimur reifum víðar en í Borgarfirði. Til háborinnar skammar þó svo bændur fái nánast ekkert fyrir ullina,“ segir Gunnar.

Kristján nokkur sauðfjárbóndi er síður en svo sáttur. „Að það skuli vera til bændur sem bera í bætifláka fyrir svona meðferð og reiðuleysi, er stéttinni til skammar, sem og MAST og sveitarfélaginu fyrir að taka ekki á málinu!,“ segir Kristján ákveðinn.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -