Sjáið gullfallegan brúðarkjól Ragnhildar Steinunnar

Deila

- Auglýsing -

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og sálfræðingurinn og fyrrverandi knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason gengu í það heilaga á Ítalíu um helgina, en turtildúfurnar hafa verið par síðan þau voru unglingar.

Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi.

Brúðkaupið fór fram á sveitasetrinu Villa Rizzardi, um hálftíma fyrir utan rómantísku borgina Verona á Ítalíu. Setrið er vinsæll staður fyrir alls kyns veislur og viðburði, þar á meðal brúðkaup, en á heimasíðu staðarins segir að Villa Rizzardi sé fullkominn staður fyrir eftirminnilegt brúðkaup.

Ragnhildur Steinunn birtir færslu á Facebook-síðu sinni með mörgum, fallegum myndum úr brúðkaupinu. Í færslunni þakkar hún meðal annars sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur fyrir veislustjórnunina og Birgittu Haukdal fyrir fagran söng. Þá þakkar hún séra Guðna Rúnari Harðarsyni fyrir að gefa þau Hauk Inga saman.

Ragnhildur Steinunn þakkar einnig förðunarfræðingnum Elínu Reynisdóttur fyrir brúðarförðunina, en Elín birtir einmitt æðislega mynd á Instagram af brúðinni. Á myndinni sést vel hve gullfallegur brúðarkjóll Ragnhildar Steinunnar er og geislar hún gjörsamlega af hamingju og ást.

Þá birtir annar gestur, matgæðingurinn og heilsugúrúinn Yesmine Olsson einnig skemmtilega mynd úr brúðkaupinu þar sem hún stillir sér upp ásamt eiginmanni sínum, Arngrími Fannari Haraldssyni, og brúðhjónunum sjálfum.

Mannlíf óskar brúðhjónunum innilega til hamingju með ástina og lífið.

- Advertisement -

Athugasemdir