Mánudagur 16. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Sjaldgæft að ráðist sé á konur í miðbænum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fregnir bárust í vikunni af manndrápsmáli á Spáni þar sem Íslendingar áttu í hlut. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir að manndrápsmál séu að öllu jöfnu ástríðutengd. Þetta séu þau mál sem snerta okkur dýpst.

 

Helgi segir það líka einkennandi fyrir þessi mál að þau upplýsist venjulega hratt. „Upplýsingatíðnin er hæst í manndrápsmálum af öllum brotum. Það eru oft svo náin tengsl milli aðila. Og oft kemur það fyrir að gerandinn tilkynnir um málið.“ Hann segir að þessi staðreynd stangist á við þá ímynd sem sjónvarpsáhorfendur fá af manndrápsmálum og nefnir í því sambandi rannsóknarlögreglumennina Barnaby og Sherlock Holmes, sem ráði morðgátur hvor á sínum vettvangi. „Veruleikinn er sá að þessi mál upplýsast hratt. Það þarf yfirleitt engan Sherlock Holmes til að ráða þessi mál.“ Hann nefnir að lögreglan setji manndráp jafnan í mikinn forgang – það kunni að eiga þátt í því hve þau upplýsast jafnan fljótt.

Geirfinnsmálið fráleitt

Helgi tekur þó fram að til séu dæmi á Íslandi um hið gagnstæða; þar sem leggja þarf mikið á sig til að upplýsa sakamál af þessum toga. Hann nefnir annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmálin og hins vegar morðið á Birnu Brjánsdóttur frá 2017. Þessi mál séu bæði þess eðlis að þau hafi heltekið þjóðina. „Þetta eru málin þar sem verið er að leita að morðingja; mál sem tikka ekki í þessi venjulegu box um mikil tengsl á milli aðila og ástríðu. Geirfinnsmálið var eiginlega fráleitt mál. Þar voru engin tengsl, engin ástríða eða sjáanleg ástæða. Þetta brýtur í bága við flest manndráp, meira og minna, hér heima og erlendis.“

„Það er afar fátítt að ráðist sé á konur niðri í bæ. Karlar verða miklu oftar fyrir ofbeldi af hálfu einhvers sem þeir þekkja ekki mikið.“

Helgi segir að öll frávik þegar komi að manndrápsmálum veki yfirleitt mikla athygli; öll mál sem séu öðruvísi og þá sérstaklega þau mál sem séu ráðgáta, þar sem óvíst sé hver framdi voðaverkið. Hann segir að Birnu-málið hafi verið afar óvenjulegt. Það sé í fyrsta lagi óalgengt að kona sé drepin. Í öðru lagi sé það sjaldgæft að hún þekki ekki gerandann. Helgi segir að í sjötíu til áttatíu prósentum tilvika séu það karlar sem séu drepnir. „Það gerist yfirleitt aldrei að kona sé drepin með þessum hætti.“

Oftast ráðist á karla í miðbænum

- Auglýsing -

Helgi segir raunar að það sé mjög sjaldgæft að ráðist sé á konur sem séu einar á gangi í miðbænum. Tölfræði sýni að karlar séu í miklu meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi í miðbænum sem annars staðar.
„Það er afar fátítt að ráðist sé á konur niðri í bæ. Karlar verða miklu oftar fyrir ofbeldi af hálfu einhvers sem þeir þekkja ekki mikið. En konur verða yfirleitt fyrir ofbeldi af hálfu einhvers sem þær þekkja; það á við bæði um kynferðislegt ofbeldi og líkamlegt. Þrátt fyrir þessa staðreynd er alltaf þessi umræða um að konur óttist árásir frá ókunnugum mönnum þegar þær eru einar á gangi í miðbænum.“ Karlar þyrftu í raun að hafa meiri áhyggjur en konur á þessum slóðum.

Mannlíf rifjar upp átta manndrápsmál sem upp hafa komið allra síðustu ár, eða frá árinu 2016. Til viðbótar er fjallað um eitt mál þar sem gerandinn var dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða þolandans.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -