Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur geta valið sér bólfélaga: „Þetta hefur verið erfitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórsigur Framsóknarflokksins og kyrrstaða Sjálfstæðisflokksins þýðir að flokkarnir geta valið hvaða flokk sem er þriðja hjól í nýrri ríkisstjórn. Samanlagt eru flokkarnir með 29 þingmenn. Til að ná meirihluta þá duga þrír þingmenn Miðflokksins eða þeir sex þingmenn sem Flokkur fólksins fer með inn á Alþingi og allir hinir flokkarnir. Vandinn er hins vegar sá að Píratar og Samfylking hafa þvertekið fyrir samstarf við Sjálfstæðisflokksinn. En samsetning nýrrar ríkisstjórnar er á valdi Framsóknarflokksins. Enginn flokkur hefur útilokað hann frá samstarfi. Sigurður Ingi Jóhannsson er því með öll spil á hendi. Möguleikar Sjálfstæðisflokksins eru því aðeins þeir að fylgja Framsóknarflokknum þangað sem hann vill fara.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Silfrinu ekki sjálfgefið að stjórnin sem nú situr nái saman. „Þetta hefur verið erfitt,“ segir Bjarni. Þau orð eru vísbending um það sem koma skal.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -