• Orðrómur

Sjálfstæðismenn snúa baki við Mörtu: „Bráðnauðsynlegt að Marta fái ekki sæti á lista flokksins“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, virðist ekki hafa aflað sér vinsælda meðal flokksmanna með skrifum sínum um Gísla Martein Baldursson sem birtust á Vísi í gær. Flestir Sjálfstæðismenn sem tjá sig um þau á samfélagsmiðlum virðast vera á því máli að best væri að Marta væri ekki á lista flokksins í næstu kosningum. Marta uppnefndi Gísla ítrekað í pistlinum og kallaði pjakk og prinsessu.

Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, segir skrif hennar ekki boðleg. „Það skal tekið fram að við Gisli Marteinn Baldursson erum vinir frá æsku. Við erum hins vegar alls ekki sammála um öll mál. Ég er sjálfstæðismaður eins og líklega allir vita sem mig þekkja. Þegar ég les þennan pistil sem Marta Guðjónsdóttir hefur nú skrifað velti ég því fyrir mér hvort ástæðan fyrir því að fulltrúar míns flokks í borgarstjórn ná ekki betri árangri en raun ber vitni sé framkoma af þessu tagi gagnvart þeim sem eru þeim ósammála. Þetta er alltof langt gengið. Standard takk,“ segir Sigurður Kári.

Gísli þakkar fyrir sig í athugasemd og skrifar: „Takk minn kæri. Mér finnst nú eiginlega verst við þetta allt að þrátt fyrir öll þessi skrif um mig erum við Vesturbæingar engu nær um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn er ánægður eða óánægður með lækkaðan umferðarhraða á Hofsvallagötu! Sem var upphaflegt erindi mitt inn í þessa umræðu.“

- Auglýsing -

Hildur Björnsdóttir, helsta vonarstjarna flokksins í borginni, er á sama máli og Sigurður. Hún skrifar á Facebook: „Svívirðingar og uppnefni í opinberri umræðu eru ekki til þess fallin að auka traust og tiltrú á stjórnmálin. Ég hugsa að Sjálfstæðismenn vilji almennt temja sér háttvísi í rökræðulistinni og sanngirni í umræðunni. Vonandi felur framtíð stjórnmálanna í sér uppbyggileg skoðanaskipti og almenna kurteisi í lifandi samkeppni hugmyndanna.“

Rafn Steingrímsson, ungur Sjálfstæðismaður, tekur undir með henni og gengur örlítið lengra: „Mjög sammála Hildi og ætla að leyfa mér að ganga lengra og segja að ef að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni vill eiga einhverja möguleika á því að stjórna borginni aftur er bráðnauðsynlegt að Marta Guðjónsdóttir fái ekki sæti á lista flokksins fyrir næstu kosningar.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -