Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Sjarmerandi illvirki og ógeð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgarleikhúsið frumsýnir Ríkharð III eftir Shakespeare laugardaginn 29. desember og fer Hjörtur Jóhann Jónsson með hlutverk hans en um er að ræða eitt stærsta karlhlutverk leiklistarsögunnar.

„Ég hef aldrei áður fengist við svona stórt hlutverk,“ segir Hjörtur Jóhann, „enda eru fá hlutverk svona stór. Ég þarf svolítið á öllu mínu að halda. Maður reynir að nálgast þetta af öllum sínum lífs- og sálarkröftum.“

Talið er að Shakespeare hafi skrifað verkið Ríkharð III í kringum 1593 sem verður frumsýnt 29. desember í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. Hjörtur Jóhann Jónsson fer með hlutverk Ríkharðs III sem er eitt stærsta karlhlutverk leiklistarsögunnar. Um er að ræða nýja þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar.

„Ég hef aldrei áður fengist við svona stórt hlutverk,“ segir Hjörtur Jóhann, „enda eru fá hlutverk svona stór. Ég þarf svolítið á öllu mínu að halda. Maður reynir að nálgast þetta af öllum sínum lífs- og sálarkröftum. Ég þurfti að kynna mér bragarháttinn sérstaklega mikið og sömuleiðis fór ég í líkamlega vinnu sem tengist fötlun Ríkharðs III – ég þarf að hafa styrk til að bera til að ég meiði mig ekki og svo er Ríkharður með kryppu.

Ég þurfti að kynna mér bragarháttinn sérstaklega mikið og sömuleiðis fór ég í líkamlega vinnu sem tengist fötlun Ríkharðs III.

Ég las mikið um Shakespeare, Ríkharð sjálfan, fræðirit og fleira og nálgaðist þetta úr öllum áttum. Ég hef gert mikið af radd- og öndunaræfingum en Shakespeare-textar eru oft með sérlega löngum setningum. Það er til dæmis ein setning í fyrstu ræðunni sem er 14 línur. Það væri fáránlegt að flytja hana alla án þess að anda að sér en hugsunin þarf þó að vera þannig og þá er öndunin hluti af því.“

Spennandi, skemmtileg og krefjandi

Ríkharður III er að sögn Hjartar Jóhanns eitt frægasta illmenni leikbókmenntanna. „Hann er rosalega mikill dólgur og grimmdarseggur. Í verkinu er hann kallaður villigöltur, sóðasvín og afskræmdur fyrirburi og alls konar viðbjóður sagður um hann. En hann hefur á sama tíma einhvern sjarma og aðdráttarafl og hann hefur oft á tíðum mikinn húmor og glettni. Hann er brjálæðislega klár og hefur mikinn drifkraft og vilja. Hann setur sér markmið og svo eirir hann engu þangað til hann hefur náð þeim markmiðum.

Hann er rosalega mikill dólgur og grimmdarseggur.

- Auglýsing -
„Ég finn að maður lærir svo ótrúlega margt af því að takast á við svona safaríkt hlutverk.“ Mynd / Íris Dögg Einarsdóttir

Það sem gerir hann skemmtilegan er að þó að hann sé svikahundur þá segir hann í upphafi allt sem hann ætlar að gera. Hann er fullkomlega hreinskilinn við áhorfendur. Hann segist ætla að verða versti þrjótur allra tíma, ráðgera hitt og þetta og kvænast ákveðinni konu. Þetta er eitthvert afdráttarleysi sem er heillandi. Það er eitthvert afl í honum og orka sem dregur fólk að honum.“

Það er gaman að koma að verkefnum þar sem maður hugsar … hvernig í ósköpunum á maður að gera þetta?

Hjörtur Jóhann segir að þetta hlutverk skipti hann miklu máli af því að sér finnst það vera svo spennandi, skemmtilegt og krefjandi. „Ég finn að maður lærir svo ótrúlega margt af því að takast á við svona safaríkt hlutverk. Það er líka búið að vera yndislegt að vinna með Brynhildi leikstjóra. Manni finnst maður stækka um nokkur númer við að takast á við svona. Það er gaman að koma að verkefnum þar sem maður hugsar … hvernig í ósköpunum á maður að gera þetta? og finna svo leiðina. Það er það sem stækkar mann – bæði í vinnunni og lífinu.“

Allt litrófið

- Auglýsing -

Hjörtur Jóhann segir að honum finnist almennt vera gaman að gera sem ólíkustu hluti þegar kemur að hlutverkum.

„Mér finnst gaman að prófa allt litrófið. Ég veit að ég er voðalega orkumikill; stundum um of. Ég er oft beðinn um að draga úr mér sem mér finnst fínt. Mér finnst gaman að gera of mikið og þá er hægt að draga úr. Maður prófar til dæmis ýmislegt í æfingaferlinu og það er skemmtilegt að lita með stórum sveiflum og prófa alla litina í kassanum. Þá er alltaf hægt að pilla úr.“

Hjörtur Jóhann hefur vakið athygli bæði í uppsetningum leikhússins og víðar. Hann fer með hlutverk í Ellý, í kvikmyndinni Lof mér að falla og í sjónvarpsþáttunum Flateyjargátunni. Þá leikur hann einnig í Ófærð og í Héraðinu, nýrri mynd Gríms Hákonarsonar.

Hann er spurður hvað leiklist sé í huga sínum. „Samtal. Samtal við áhorfendur, við samfélagið, við söguna, listina, lífið og dauðann.“

Aðalmynd/ Sigurjón Ragnar
Texti / Svava Jónsdóttir

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -