Sunnudagur 14. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Sjóprófum Covid-Júllans frestað – Útgerðin neitar að afhenda skipsbókina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjóprófum vegna Covid-túrs frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS hefur verið frestað. Hraðfrystihúsið Gunnvör, sem gerir út skipið, neitar að afhenta skipsbók togarans eins og lög gera ráð fyrir.

Stéttarfélög áhafnarinnar á frystitogaranaum Júlíusi Geirmundssyni ÍS hafa tekið höndum saman og kært útgerðina til lögreglu. Tilefnið er frægur Covid-túr togarans þar sem útlit er fyrir að veikum sjómönnum hafi verið haldið á sjó svo vikum skiptir og neyddir til vinnu. Þá hefur útgerðin orðið uppvís að því að hlýða ekki sóttvarnarlækninum á Vestfirði sem gaf ítrekuð tilmæli þess efnis að togaranum yrði stýrt í land svo áhöfnin kæmist í sýnatökur. Það var ekki gert fyrr en þremur vikur eftir brottför.

Eftir að myndin skýrðist um hinn umdeilda túr kærðu stéttarfélögin til lögreglu og kröfðust sjóprófa. Til stóð að þau færu fram á föstudaginn en nú hefur þeim verið frestað. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar af því að skipstjórinn er ennþá í einangrun vegna Covid-19 og hins vegar vegna þess að útgerðin neitar að afhenda skipsbókina úr togaranum.

„Að afhenda ekki gögn sem á að afhenda er auðvitað mjög dularfullt og óeðlilegt.“

Bókin sú svipar til hins svokallaða „svarta kassa“ um borð í flugvélum og er lykilgagn þegar kemur að fyrirhuguðu sjóprófi. Lögmaður útgerðarinnar hefur hafnað því að bókin verði afhend sökum persónuverndarsjónarmiða því í henni komi fram viðkvæmar heilsufarsupplýsingar skipverja. Föstudaginn 13. þessa mánaðar kemur það til kasta dómstóla, nánar tiltekið Héraðsdóms Reykjaness að skera úr um hvort útgerðinni verði gert skylt að afhenda gögnin. Ef skipsbókin fæst afhend vonast stéttarfélögin til þess að sjóprófið geti farið fram 20. nóvember á Ísafirði.

Bergvin Eyþórsson, vararformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, staðfestir hina erfiðu stöðu sem upp er komin. Honum finnst bæði dularfullt og einkennilegt hvers vegna skipsbókin fæst ekki afhent. „Þetta stemmir, prófunum hefur verið frestað og það er hvimleitt. Lögmaður eins af gagnaðilunum neitar að afhenda þau gögn sem á að leggja fram. Samkvæmt lögum ber skylda að leggja þetta fram en lögmaðurinn ber fyrir sig að persónuverndarlög komi í veg fyrir það. Þetta er ekkert nema fyrirsláttur og ég veit ekki hver tilgangurinn er með þessu því ég hélt það væri hagur allra að afgreiða þetta eins hratt og mögulegt er. Það verða engin sjópróf án skipsbókarinnar. Að afhenda ekki gögn sem á að afhenda er bæði dularfullt og óeðlilegt,“ segir Bergvin.

Sveinn Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni ÍS, hefur undanfarið verið einn í skotlínunni vegna mistakanna sem leiddu til þess að áhöfn hans veiktist af Covid 19 og þurfti að berjast við sjúkdóminn á hafi úti svo vikum skiptir. Stjórn útgerðarinnar lýsti fullu trausti til Einars Vals Kristjánssonar framkvæmdastjóra sem beðið hefur áhöfnina afsökunar á framferðínu gegn þeim.

- Auglýsing -

Sveinn Geir Arnarsson skipstjóri sleit samtalinu samstundis þegar Mannlíf hafði samband við hann fyrr í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -