Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem kallaður hefur verið Stjörnunuddarinn, auglýsir nú heilunarmeðferðir á Instagram-síðu sem hann heldur úti. Jóhannes var dæmdur í fimm ára fangelsi í janúar fyrir nauðganir. Ákæran var í fjórum liðum og brotaþolarnir fjórir.
Áttu brotin sér stað á nuddbekk Jóhannesar en rak hann meðferðarfyrirtækið Postura. Sagðist hann sérhæfa sig í stoðkerfakvillum. Rúmlega tuttugu konur kærðu Stjörnunuddarann en var aðeins ákært í málum fjögurra. Á Instagram-síðunni sem um ræðir býður Jóhannes meðal annars upp á meðferðir við áföllum. „Líkamsmeðferð og meðferð við andlegum áföllum,“ skrifar hann og segist hann einnig bjóða upp á kakó og hellaferðir. Ekki náðist í Jóhannes við vinnslu fréttar.
