• Orðrómur

Sjósund á Ströndum: Guðrún í augnsambandi við mannelskan sel

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Selurinn synti okkur til samlætis. Hann var örfáa metra frá okkur. Svo stakk hann sér á kaf en kom aftur til að forvitnast. Við vorum í augnsambandi. Hann var algjörlega óhræddur,“ segir Guðrún Gunnsteinsdóttir sem var í sjósundi í Norðurfirði í Árneshreppi síðdegis í dag ásamt samferðafólki sínu

Heimamenn stunda gjarnan sjósund fyrir botni Norðurfjarðar þar sem er sandfjara og gott aðgengi að dýpinu. Þau eru vön sjósundi og kuldinn beit ekki mikið á þau. Guðrún segist aldrei fyrr hafa upplifað að vera svo nálægt sel á sundi.

„Við vorum fjögur á sundi, ef selurinn er talinn með. Hann hefur haldið sig mánuðum saman á á þessum slóðum, segja heimamenn, og er því vanur mannfólki,“ sagði Guðrún sem er í stuttri heimsókn á æskuslóðum sínum.

- Auglýsing -

Sjórinn á Ströndum er nú aðeins um 3 gráður á Celsíus, eins og lofthitinn svipaður, og því hrollkalt að stunda sportið. Guðrún segir kuldann venjast.

„Þetta er afskaplega hressandi. Ég fór tvisvar ofan í og langaði að vera lengur, selnum til samlætis. En það var of kalt fyrir þriðja baðið,“ segir Guðrún.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -