• Orðrómur

Sjósund nýliða í veðurblíðu Ströndum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sól og blíða hefur verið ríkjandi undanfarna daga í Árneshreppi á Ströndum. Hópur Ferðafélags Íslands og heimamenn brugðu á leik í gær og í dag og fóru í sjósund fyrir botni Norðurfjarðar við sjávarhita sem er um 6 gráður á celsíus. Á meðal sundfólksins í morgun voru nokkrir nýliðar sem vildu kynna sér þessa heilsubót sem yngir upp húðina um áratugi, jafnvel, og skapar andlega vellíðan. Var sundið nefnt Dagnýjarsund til heiðurs einum nýliðanum. Á meðal sundfólksins voru nokkrir sem stunda sjósund árið um kring.

Aðstæður í morgun voru með allra besta móti og sólin hellti geislum sínum yfir þau fögru fjöll sem ramma inn Trékyllisvík og Norðurfjörð.

Gestirnar að sunnan héldu heimleiðis í dag með þau fyrirheit á vörum að þau myndu koma aftur á þessar slóðir.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -